Mikael Torfason verður ritstjóri við hlið Ólafs 5. mars 2013 15:09 Ritstjórar Fréttablaðsins, Mikael Torfason og Ólafur Stephensen. Mynd/Valli Mikael Torfason mun taka við starfi ritstjóra á Fréttablaðinu við hlið Ólafs Stephensen núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Starfsfólki var tilkynnt þetta nú rétt eftir klukkan þrjú. Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur verið ráðin ritstjóri Fréttatímans í stað Mikaels við hlið Jónasar Haraldssonar. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að Sigríður Dögg hafi tekið virkan þátt í þróun og eflingu Fréttatímans undanfarið ár sem hafi skilað auknum lestri og ánægju með blaðið en lestur Fréttatímans hafi aukist, samkvæmt lestrarkönnunum Gallup. "Það er ánægjulegt að vera kominn aftur á Fréttablaðið, minn gamla og góða vinnustað og ég hlakka til að takast á við að ritstýra stærsta dagblaði landsins ásamt Ólafi og öllu því góða fólki sem starfar við útgáfuna," segir Mikael í tilkynningu vegna ráðningarinnar. "Ég býð Mikael Torfason velkominn til starfa. Ég tel að blaðinu sé mikill styrkur að ráðningu hans," segir Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins. "Ég hlakka til að eiga við hann gott samstarf um að efla Fréttablaðið enn frekar og standa vörð um sjálfstæði ritstjórnarinnar." "Ráðning Mikaels er liður í áframhaldandi sókn Fréttablaðsins, sem er langmest lesna dagblað landsins," segir Ari Edwald, forstjóri 365. "Eftir umbrotatíma síðustu ára er rekstur Fréttablaðsins góður og við gerum okkur vonir um að geta eflt útgáfuna enn frekar á næstu árum," segir hann jafnframt. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Mikael Torfason mun taka við starfi ritstjóra á Fréttablaðinu við hlið Ólafs Stephensen núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Starfsfólki var tilkynnt þetta nú rétt eftir klukkan þrjú. Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur verið ráðin ritstjóri Fréttatímans í stað Mikaels við hlið Jónasar Haraldssonar. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að Sigríður Dögg hafi tekið virkan þátt í þróun og eflingu Fréttatímans undanfarið ár sem hafi skilað auknum lestri og ánægju með blaðið en lestur Fréttatímans hafi aukist, samkvæmt lestrarkönnunum Gallup. "Það er ánægjulegt að vera kominn aftur á Fréttablaðið, minn gamla og góða vinnustað og ég hlakka til að takast á við að ritstýra stærsta dagblaði landsins ásamt Ólafi og öllu því góða fólki sem starfar við útgáfuna," segir Mikael í tilkynningu vegna ráðningarinnar. "Ég býð Mikael Torfason velkominn til starfa. Ég tel að blaðinu sé mikill styrkur að ráðningu hans," segir Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins. "Ég hlakka til að eiga við hann gott samstarf um að efla Fréttablaðið enn frekar og standa vörð um sjálfstæði ritstjórnarinnar." "Ráðning Mikaels er liður í áframhaldandi sókn Fréttablaðsins, sem er langmest lesna dagblað landsins," segir Ari Edwald, forstjóri 365. "Eftir umbrotatíma síðustu ára er rekstur Fréttablaðsins góður og við gerum okkur vonir um að geta eflt útgáfuna enn frekar á næstu árum," segir hann jafnframt.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira