Drottning fékk sér að reykja í Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2013 13:35 Halldór Guðmundsson kunni sig þegar hann tók á móti Danadrottningu í Hörpu og bauð fram konunglegan öskubakka. Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira