Kolbeinn Tumi Daðason, íþróttafréttamaður hjá Fréttablaðinu, hlaut í gær Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra en þau voru þá veitt í fyrsta sinn.
Hvataverðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á viðkomandi ári.
Kolbeinn Tumi frumsýndi heimildarmynd sína „Ef ég hef trú á því þá get ég það“ á árinu 2013 en þar er fylgst með sundkappanum Jóni Margeiri Sverrissyni á leið sinni að verða Ólympíumeistari í 200 metra skriðsundi þroskahamlaðra.
Kolbeinn Tumi fékk Hvataverðlaun ÍF

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
