Þessi þrjú stig skila liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar en þetta var annar sigurinn i röð hjá Real Sociedad eftir þrjá leiki þar á undan án sigurs.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson byrjaði á varamannabekknum en spilaði síðustu 27 mínútur leiksins.
Orri kom inn á fyrir Mikel Oyarzabal sem hafði komið Sociedad í 1-0 strax á fimmtu mínútu leiksins.
Sergio Gomez kom gestunum í 2-0 á 56. mínútu en Las Palmas minnkaði muninn í 2-1 aðeins fjórum mínútum síðar.
Orri kom inn á 63. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Jon Aramburu þriðja mark liðsins.
Orri fékk gott færi á 79. mínútu en skotið hans var varið.
Takefusa Kubo skoraði fjórða markið á 86. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.