Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar 25. apríl 2013 12:06 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi. „Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira