Þekkir söguna betur núna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 25. apríl 2013 08:00 Rán situr hér á leiksviðinu og með henni eru þau Áslaug, Grettir og Patrekur Thor, en þau eru hópurinn sem leikur systkinin Jane og Michael í Mary Poppins. Fréttablaðið/Stefán „Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira