Assad segist ekki hafa notað efnavopn 26. ágúst 2013 08:40 Bahar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum í árás á hverfi uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar. Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar.
Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Sjá meira