Fjárfestu í tímalausum flíkum Dóra Lind skrifar 26. ágúst 2013 10:45 mynd Hver kannast ekki við það að hafa ekki nennið í að klæða sig upp? Sumum finnst það hrikalega flókið, sumir nenna því ekki, sumir sjá ekki ástæðuna fyrir því að hafa fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð til að rífa sig upp.mynd/tíska.isSkelltu þér í kjól Ein af ástæðunum fyrir því að fólk nennir ekki að klæða sig betur er sú að það heldur að þá sé þægindunum varpað fyrir borð. Kjóll getur hinsvegar alveg verið jafn þægilegur og alltof stóra peysan af þínum fyrrverandi sem þú tímir ekki að henda. Finndu mjúkan, klæðilegan kjól og þægilegan kjól og þá er hálfur sigur unninn. Hentu flip-flopsunum Gefum okkur að þú sért í sætum stuttbuxum eða pilsi og einföldum stuttermabol. Við það eitt að henda úrsérgengnum flip-flopsunum og skella sér í t.d. skó með fylltum hæl (sem eru talsvert þægilegri en allir pinnahælar heimsins), þá er heildarlúkkið strax orðið allt annað og miklu betra! Skór setja oft punktinn yfir i-ið, hafðu það í huga þegar þú velur þér föt (og skó). Fjárfestu í tímalausum flíkum Fjöldi fata skiptir engu máli, spurningin er hvernig þau nýtast þér. Ef þú átt nokkra tímalausa fasta í skápnum, t.d. góðan jakka, klassískar buxur og tímalausa kjóla munt þú eiga auðveldar með að raða saman. Hentu því sem er ónýtt (þótt það sé kósí!) og gefðu það sem þú notar ekki. Skipulagning Ef maður vaknar aðeins of seint þá eru minni líkur á að maður gefi sér tíma í að raða saman flottu átfitti. Taktu þér 5-7 mínútur áður en þú ferð að sofa og taktu til föt fyrir morgundaginn. Það sparar þér tíma að lokum.Sjá meira Tíska.is. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að hafa ekki nennið í að klæða sig upp? Sumum finnst það hrikalega flókið, sumir nenna því ekki, sumir sjá ekki ástæðuna fyrir því að hafa fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð til að rífa sig upp.mynd/tíska.isSkelltu þér í kjól Ein af ástæðunum fyrir því að fólk nennir ekki að klæða sig betur er sú að það heldur að þá sé þægindunum varpað fyrir borð. Kjóll getur hinsvegar alveg verið jafn þægilegur og alltof stóra peysan af þínum fyrrverandi sem þú tímir ekki að henda. Finndu mjúkan, klæðilegan kjól og þægilegan kjól og þá er hálfur sigur unninn. Hentu flip-flopsunum Gefum okkur að þú sért í sætum stuttbuxum eða pilsi og einföldum stuttermabol. Við það eitt að henda úrsérgengnum flip-flopsunum og skella sér í t.d. skó með fylltum hæl (sem eru talsvert þægilegri en allir pinnahælar heimsins), þá er heildarlúkkið strax orðið allt annað og miklu betra! Skór setja oft punktinn yfir i-ið, hafðu það í huga þegar þú velur þér föt (og skó). Fjárfestu í tímalausum flíkum Fjöldi fata skiptir engu máli, spurningin er hvernig þau nýtast þér. Ef þú átt nokkra tímalausa fasta í skápnum, t.d. góðan jakka, klassískar buxur og tímalausa kjóla munt þú eiga auðveldar með að raða saman. Hentu því sem er ónýtt (þótt það sé kósí!) og gefðu það sem þú notar ekki. Skipulagning Ef maður vaknar aðeins of seint þá eru minni líkur á að maður gefi sér tíma í að raða saman flottu átfitti. Taktu þér 5-7 mínútur áður en þú ferð að sofa og taktu til föt fyrir morgundaginn. Það sparar þér tíma að lokum.Sjá meira Tíska.is.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira