Listamenn segja fjárlagafrumvarpi stríð á hendur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2013 14:31 Kolbrún Halldórsdóttir. Aðgerðaráætlun listamanna er í farvatninu. Heiða Bandalag íslenskra listamanna undirbýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að upplýsa stjórnmálamenn og almenning um afleiðingar fyrirhugaðs niðurskurðurar til starfssjóða listamanna. Vísir hefur undir höndum glærur þar sem BÍL leggur á ráðin um hvernig bregðast megi við miklum niðurskurðaráætlunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi. Minnispunktarnir eru frá baraáttufundi BÍL sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Þar kennir ýmissa grasa, hugmyndir og stikkorð svo sem „Hættum að kristna páfann“, „Náum eyrum þeirra sem ekki eru sammála okkur“, „Útbúum lesnar auglýsingar með stuttum staðreyndum“ og: „Vissir þú að fyrir hverja krónu sem ríkið setur í verkefnasjóði listamanna koma þrjár til fimm tilbaka í ríkiskassann?“ Og: „Vissir þú að fyrir hvern listamann sem er í fullri vinnu eru 9 aðrir í afleiddum störfum?“ Á þessum og fleiri atriðum vilja listamenn hamra: „Listalausi dagurinn –„slagorðadagur“ – grín-karneval, fá alla með í liðið!“Í glærusafni listamanna má finna þessa mynd Halldórs Baldurssonar.„Jájá, við erum að reyna að stappa saman fólki í baráttuna. En of mikið að segja að komin sé upp einhver áætlun, heldur er þetta hugaflug eftir baráttufund 12 manna sem tilnefndir voru af aðildarfélögunum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL. Hún segir að fyrst og fremst verði barist fyrir því að horfið verði frá því að verkefnasjóðir verði lagðir af, eins og í stefnir miðað við fjárlagafrumvarp. „Við erum að reyna að byggja upp skilning á því mikilvægi sem listafólk hefur þegar horft er til atvinnulífs sem heildar og fjölbreyttni í atvinnulífinu.“Ykkur hefur brugðið í brún þegar fjármálafrumvarpið leit dagsins ljós? „Það var nú verið að setja upp einhverjar fyrirsagnir um það að við værum óttaslegin – en í sjálfu sér þá vissum við þetta alveg. Við heyrðum þetta í kosningabaráttunni.“ Kolbrún vísar þar til málflutnings þeirra sem nú sitja í stjórn í aðdraganda kosninga. Hún segir listamenn því hafa verið undir þetta búnir. Fjárlagafrumvarpið er ekki enn komið til annarrar umræðu og listamannafélögin hafa meira og minna ályktað. Kolbrún vonast til að baráttan skili sér því mikið er í húfi. „Og þá reyna ekki að fara niður í þessar skotgrafir sem boðið var uppá af formanni fjárlaganefndar á sínum tíma, þegar talað var um að skera niður öll listamannalaun.“ Til stendur að bóka fundi með þingmönnum og fjárlaganefnd þegar áætlunin liggur fyrir. Kolbrún segir mikilvægt að menn átti sig á því að um er að ræða sjóði, um átta talsins, að þeir verði ekki skornir niður og ekki megi rugla þeim saman við starfslaun listamanna. Þau séu hugsuð til að listamenn eigi fyrir salti í grautinn en starfssjóðirnir skapandi atvinnugreina eru forsenda þess að hrinda megi verkefnum í framkvæmd. Og afleidd störf séu fjölmörg. „Þó svo að listamennirnir fái laun þá hafa þeir aldrei fjármuni fyrir verkefnunum sjálfum. Þeir geta kannski keypt sér salt í grautinn en þeir geta ekki keypt sér spýtur og striga.“ Og svo framvegis. Gróflega er fyrirhugað, samkvæmt fjárlagafrumvarpi, að skera niður 750 milljónir í heild til starfssjóða listamanna, þar af 250 milljónir í minni sjóði og 400 milljónir í kvikmyndasjóð.Meðal þess sem bent er á í minnispunktunum er að listamenn séu vakandi fyrir því að dreifa myndbandi Hugleiks Dagssonar sem víðast. Sjá hér neðar. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bandalag íslenskra listamanna undirbýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að upplýsa stjórnmálamenn og almenning um afleiðingar fyrirhugaðs niðurskurðurar til starfssjóða listamanna. Vísir hefur undir höndum glærur þar sem BÍL leggur á ráðin um hvernig bregðast megi við miklum niðurskurðaráætlunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi. Minnispunktarnir eru frá baraáttufundi BÍL sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Þar kennir ýmissa grasa, hugmyndir og stikkorð svo sem „Hættum að kristna páfann“, „Náum eyrum þeirra sem ekki eru sammála okkur“, „Útbúum lesnar auglýsingar með stuttum staðreyndum“ og: „Vissir þú að fyrir hverja krónu sem ríkið setur í verkefnasjóði listamanna koma þrjár til fimm tilbaka í ríkiskassann?“ Og: „Vissir þú að fyrir hvern listamann sem er í fullri vinnu eru 9 aðrir í afleiddum störfum?“ Á þessum og fleiri atriðum vilja listamenn hamra: „Listalausi dagurinn –„slagorðadagur“ – grín-karneval, fá alla með í liðið!“Í glærusafni listamanna má finna þessa mynd Halldórs Baldurssonar.„Jájá, við erum að reyna að stappa saman fólki í baráttuna. En of mikið að segja að komin sé upp einhver áætlun, heldur er þetta hugaflug eftir baráttufund 12 manna sem tilnefndir voru af aðildarfélögunum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL. Hún segir að fyrst og fremst verði barist fyrir því að horfið verði frá því að verkefnasjóðir verði lagðir af, eins og í stefnir miðað við fjárlagafrumvarp. „Við erum að reyna að byggja upp skilning á því mikilvægi sem listafólk hefur þegar horft er til atvinnulífs sem heildar og fjölbreyttni í atvinnulífinu.“Ykkur hefur brugðið í brún þegar fjármálafrumvarpið leit dagsins ljós? „Það var nú verið að setja upp einhverjar fyrirsagnir um það að við værum óttaslegin – en í sjálfu sér þá vissum við þetta alveg. Við heyrðum þetta í kosningabaráttunni.“ Kolbrún vísar þar til málflutnings þeirra sem nú sitja í stjórn í aðdraganda kosninga. Hún segir listamenn því hafa verið undir þetta búnir. Fjárlagafrumvarpið er ekki enn komið til annarrar umræðu og listamannafélögin hafa meira og minna ályktað. Kolbrún vonast til að baráttan skili sér því mikið er í húfi. „Og þá reyna ekki að fara niður í þessar skotgrafir sem boðið var uppá af formanni fjárlaganefndar á sínum tíma, þegar talað var um að skera niður öll listamannalaun.“ Til stendur að bóka fundi með þingmönnum og fjárlaganefnd þegar áætlunin liggur fyrir. Kolbrún segir mikilvægt að menn átti sig á því að um er að ræða sjóði, um átta talsins, að þeir verði ekki skornir niður og ekki megi rugla þeim saman við starfslaun listamanna. Þau séu hugsuð til að listamenn eigi fyrir salti í grautinn en starfssjóðirnir skapandi atvinnugreina eru forsenda þess að hrinda megi verkefnum í framkvæmd. Og afleidd störf séu fjölmörg. „Þó svo að listamennirnir fái laun þá hafa þeir aldrei fjármuni fyrir verkefnunum sjálfum. Þeir geta kannski keypt sér salt í grautinn en þeir geta ekki keypt sér spýtur og striga.“ Og svo framvegis. Gróflega er fyrirhugað, samkvæmt fjárlagafrumvarpi, að skera niður 750 milljónir í heild til starfssjóða listamanna, þar af 250 milljónir í minni sjóði og 400 milljónir í kvikmyndasjóð.Meðal þess sem bent er á í minnispunktunum er að listamenn séu vakandi fyrir því að dreifa myndbandi Hugleiks Dagssonar sem víðast. Sjá hér neðar.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira