Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 þjónusta Tal býður upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast Netflix og Hulu. Fréttablaðið/Anton „Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira