Menning

Tilvist Eiríks í Hafnarborg

Eiríkur Smith færði sig úr abstrakt verkum yfir í hlutbundið raunsæi undir lok 7. áratugarins.
Eiríkur Smith færði sig úr abstrakt verkum yfir í hlutbundið raunsæi undir lok 7. áratugarins.
Sýning á verkum Eiríks Smith undir yfirskriftinni Tilvist verður opnuð í Hafnarborg á laugardag. Á sýningunni eru verk Eiríks frá árunum 1968 til 1982 og vísar titillinn til tilvistarlegra spurninga sem leituðu á listamanninn á þessum tíma.

Á þessu tímabili tók Eiríkur að færa sig frá abstraktmálverki og yfir í hlutbundin raunsæisverk, en sú þróun varð til þess að hann náði mikilli almannahylli, verk hans tóku að seljast geysivel og mætti segja að verkin sem hann málaði á þessu tímabili væru þau sem hann er hvað þekktastur fyrir. 

Sýningin er fjórða í röð sýninga sem Hafnarborg heldur og kynna ólík tímabil á löngum ferli Eiríks. Sýningarstjórar eru Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Heiðar Kári Rannversson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×