Íslendingaliðið Avaldsnes tapaði í dag 1-2 gegn Røa í norsku úrvaldsdeild kvenna. Fjórir Íslendingar leika með Avaldsnes en það eru þær. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Mist Edwardsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Þær léku allar allan leikinn í dag.
Røa náði tveggja marka forystu með tveimur mörkum frá Marie Willumsen Olsen snemma leiks en Mia Jalkerud náði að minnka muninn fyrir Avaldsnes fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik.
Eftir leik dagsins er Avaldsnes í 8. sæti deildarinnar með sjö stig úr sjö leikum. Stabæk er í efsta sæti með 19 stig úr sjö leikjum.

