Það var ekki laust við vampíruáhrif í haust – og vetrarförðuninni hjá Lanvin. Fyrirsæturnar voru ýmist með dökk augu sem voru næstum eins og grímur þar sem svarti augnskugginn var ekki sparaður, eða með mjög ljósa og látlausa förðun að undanskildum áberandi blóðrauðum vörum. Dimmt og dramatískt fyrir haustið.