Fullmótuð heild ógerðra verka Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2013 16:00 Þóroddur Bjarnason. Á sýningunni Ógerð verk sýnir höfundurinn skissur og drög að verkum sem hann á eftir að hrinda í framkvæmd. Á sýningunni verður líka myndband þar sem Þóroddur og Gunnar Hersveinn heimspekingur fara yfir hvert verk fyrir sig og hugmyndina bak við það. Mynd/Stefán Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira