Höfum lengi verið ljóðasöngsteymi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2013 11:00 Þeir eru góðir saman Gunnar og Jónas. Fréttablaðið/GVA „Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira