Snowden-frumvarp lagt fram á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 16:49 Þessir þingmenn vilja að Edward Snowden fái íslenskan ríkisborgararétt. Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden verði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Ögmundur sagði þetta um stöðu Snowden á Alþingi fyrr í dag. „Við erum að tala um stórpólitískt mál. Einstaklingur sem að hefur upplýst heimbyggðina um stórfelld mannréttindabrot, brot á persónuvernd og stjórnarskrá nánast allra landa, er að leita landvistar. Hann á hvergi höfði að halla," sagði Ögmundur á þingi í dag. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði á á Alþingi í dag að nefndin hefði ekki fjallað um málið og vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, segir það hinsvegar alrangt því það sé „lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf," segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58 Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden verði tafarlaust veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Ögmundur sagði þetta um stöðu Snowden á Alþingi fyrr í dag. „Við erum að tala um stórpólitískt mál. Einstaklingur sem að hefur upplýst heimbyggðina um stórfelld mannréttindabrot, brot á persónuvernd og stjórnarskrá nánast allra landa, er að leita landvistar. Hann á hvergi höfði að halla," sagði Ögmundur á þingi í dag. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði á á Alþingi í dag að nefndin hefði ekki fjallað um málið og vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, segir það hinsvegar alrangt því það sé „lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf," segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni.
Tengdar fréttir Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58 Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. 4. júlí 2013 12:58
Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Lögmaður segir það útúrsnúning að Edward Snowden þurfi að vera staddur á landinu til að fá hér landvistarleyfi. 4. júlí 2013 13:52