Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2013 07:30 Jökull keppti nýverið á Dreamhack-mótinu í Svíþjóð. Hér er hann (til hægri) með félaga sínum, Son Seok Hee frá Suður-Kóreu. „Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
„Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira