Framtíð skáklistarinnar í húfi Símon Birgisson skrifar 16. nóvember 2013 13:00 Magnus Carlsen og Viswanathan Anand einbeittir við skákborðið við upphaf einvígisins í Chennai á Indlandi. Nordicphotos/AFP Heimsmeistaraeinvígið í skák fer nú fram í borginni Chennai á Indlandi þar sem Viswanathan Anand, núverandi heimsmeistari, ver heimsmeistaratitil sinn gegn norska undrabarninu Magnusi Carlsen. Langt er síðan heimsmeistaraeinvígi hefur vakið jafn mikla athygli og tala margir um að framtíð skáklistarinnar sé jafnvel í húfi. Magnus Carlsen er um 20 árum yngri en Anand. Ef Norðmaðurinn ungi sigrar fær skákin svo sannarlega andlitslyftingu. Magnus Carlsen er ekki bara snillingur við skákborðið – hann er ofurstjarna, módel og hefur oft verið kallaður rokkstjarna skákheimsins. Fyrstu fjórar skákirnar í einvíginu enduðu með jafntefli. Upphaf einvígisins minnir á þungavigtarbardaga í hnefaleikum þar sem menn nota fyrstu loturnar til að fá tilfinningu fyrir andstæðingnum. Sigurvegarinn í einvíginu fær 2,5 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut – rétt rúmar 300 milljónir íslenskra króna. En það eru ekki bara peningar í húfi. Þrátt fyrir að það hafi aldrei fleiri teflt á heimsvísu hafa vinsældir skáklistarinnar dalað. Það er orðið langt síðan almenningur vissi hver væri heimsmeistari í skák eða þekkti sterkustu skákmenn heims með nafni. Einvígi aldarinnar Skákin náði hæstu hæðum með einvígi Bobby Fischers og Boris Spassky á Íslandi árið 1972. Enda fékk einvígið viðurnefnið Einvígi aldarinnar og varð táknmynd kalda stríðsins, heimsveldanna tveggja sem litu á heiminn eins og skákborð í flóknu stríði. Skákin komst aftur í sviðsljósið þegar Garry Kasparov, þá ungur maður á þrítugsaldri, skoraði sovéska heimsmeistarann Anatoly Karpov á hólm. Einvígi þeirra var langt og snúið. Kasparov, sem var gyðingur og fæddur í Armeníu, var ekki með sovésku skákelítuna með sér í liði en hæfileikar hans voru slíkir að hann vann engu að síður og varð yngsti heimsmeistari sögunnar árið 1985. Síðar átti Kasparov eftir að vekja heimsathygli þegar hann tefldi gegn ofurtölvunni Deep Blue árið 1997 og tapaði. Líklega var það síðasta skákeinvígið sem náði heimsathygli enda töluðu margir um viðureignina sem uppgjör mannsins gegn tölvunum. Kasparov settist í helgan stein árið 2005. Síðan þá hafa átök innan alþjóðaskáksambandsins og sterkustu skákmanna heims gert það að verkum að erfitt hefur reynst að krýna óumdeildan heimsmeistara. Almenningur hefur misst áhugann á keppnisskák. Síðustu heimsmeistaraeinvígi hafa verið háð fyrir tómum áhorfendasölum í borgum sem fáir þekkja. Verður Magnus Carlsen nýtt andlit skákarinnar? Einvígið milli Anands og Magnusar Carlsen er upplagt tækifæri fyrir skákina að ná aftur fyrri vinsældum. En þá þarf Magnus Carlsen helst að vinna og verða hið nýja andlit skákarinnar. Öll spjót beinast í raun að Anand sem hefur í gegnum árin sýnt gríðarlegan styrk í einvígum um heimsmeistaratitilinn en ekki náð jafn góðum árangri á venjulegum mótum. Spurningin er hvort aldurinn, reynslan og undirbúningur nái að sigra snillinginn Magnus Carlsen sem er þekktur fyrir að vilja finna lausn á flóknum stöðum yfir borðinu, gefur minna fyrir undirbúning og kann því vel að sigla á óþekkt mið. Það er kannski dæmi um pressuna á Anand að þegar hann var spurður hvernig hægt væri að vekja aftur áhuga almennings á skák og fá stórfyrirtæki til að veita meiri peningum í íþróttina var svarið einfalt: Magnus Carlsen. Fulltrúar ólíkra kynslóða Magnus Carlsen er fæddur 30. nóvember 1990 og verður því 23 ára gamall síðar í mánuðinum. Hann er í fyrsta sæti á styrkleikalista FIDE yfir sterkustu skákmenn heims – hærri á listanum en heimsmeistarinn Anand, sem hann teflir nú við í Chennai á Indlandi. Magnus Carlsen var aðeins 13 ára gamall þegar hann náði stórmeistaratitlinum. Fyrir utan að vera einn besti skákmaður í heimi er Magnus Carlsen sannkölluð ofurstjarna í Noregi. Hann þykir frambærilegt módel og hefur verið andlit vörumerkisins G-Star Raw og ekki er óalgengt að hann sé umvafinn stúlknaskara sem öskrar af fögnuði þegar hann birtist. Viswanathan Anand fæddist 11. desember 1969. Hann hefur fimm sinnum unnið heimsmeistaratitilinn í skák og hefur verið óumdeildur heimsmeistari frá árinu 2007. Hann er einnig þekktur fyrir hæfileika sína í hraðskák þar sem fáir standast honum snúning. Anand varð fyrsti indverski stórmeistarinn árið 1988. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á Indlandi þar sem hann er afar þekktur. Anand er lýst sem afar fjölhæfum skákmanni. Sigur gegn Magnusi Carlsen myndi innsigla stöðu hans sem eins af risunum í skáksögunni. Sigur snjallsímanna „Einvígið vekur gríðarlega athygli hér í Noregi,“ segir Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló. Hann segir það hafa komið fjölmiðlum þar í landi talsvert á óvart. „Sérstaklega hafa netmiðlarnir grætt á þessum mikla áhuga. Verdens Gang er með beina útsendingu á netvarpi sínu og áhorfið hefur farið fram úr öllum vonum. Áhuginn er svo mikill að sums staðar liggur vinna í fyrirtækjum niðri. Menn liggja bara á netinu og fylgjast með leikjunum í beinni.“ Gísli segist ekki hafa séð fjölgun á skákborðum á kaffihúsum og götum úti. „Nei, stóra sagan í þessu er snjallsímabyltingin. Nú sér maður svart á hvítu hvað snjallsímarnir og spjaldtölvurnar eru að breyta hefðbundinni fjölmiðlun. Það er sama hvert maður lítur, það eru allir með einvígið og leikina í beinni í snjallsímunum. Í gamla daga sá fólk þetta í sjónvarpinu en nú eru það litlu tölvurnar sem allir fylgjast með. Þetta er sigur snjallsímanna í fjölmiðlastríðinu.“ Hann segir Norðmenn hæfilega bjartsýna á sigur. „Fyrstu fjórar skákirnar enduðu með jafntefli svo mótstaðan er sterkari en menn héldu. En þetta heldur fólki við efnið. Hver skák tekur óskaplegan tíma en hér í landi er fólk vant að horfa á íþróttir eins og 50 kílómetra skíðagöngu þar sem klukkutími getur liðið milli þess sem menn sjást í mynd. Svo skákin er bara nokkuð æsileg hér í Noregi um þessar mundir.“ Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák fer nú fram í borginni Chennai á Indlandi þar sem Viswanathan Anand, núverandi heimsmeistari, ver heimsmeistaratitil sinn gegn norska undrabarninu Magnusi Carlsen. Langt er síðan heimsmeistaraeinvígi hefur vakið jafn mikla athygli og tala margir um að framtíð skáklistarinnar sé jafnvel í húfi. Magnus Carlsen er um 20 árum yngri en Anand. Ef Norðmaðurinn ungi sigrar fær skákin svo sannarlega andlitslyftingu. Magnus Carlsen er ekki bara snillingur við skákborðið – hann er ofurstjarna, módel og hefur oft verið kallaður rokkstjarna skákheimsins. Fyrstu fjórar skákirnar í einvíginu enduðu með jafntefli. Upphaf einvígisins minnir á þungavigtarbardaga í hnefaleikum þar sem menn nota fyrstu loturnar til að fá tilfinningu fyrir andstæðingnum. Sigurvegarinn í einvíginu fær 2,5 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut – rétt rúmar 300 milljónir íslenskra króna. En það eru ekki bara peningar í húfi. Þrátt fyrir að það hafi aldrei fleiri teflt á heimsvísu hafa vinsældir skáklistarinnar dalað. Það er orðið langt síðan almenningur vissi hver væri heimsmeistari í skák eða þekkti sterkustu skákmenn heims með nafni. Einvígi aldarinnar Skákin náði hæstu hæðum með einvígi Bobby Fischers og Boris Spassky á Íslandi árið 1972. Enda fékk einvígið viðurnefnið Einvígi aldarinnar og varð táknmynd kalda stríðsins, heimsveldanna tveggja sem litu á heiminn eins og skákborð í flóknu stríði. Skákin komst aftur í sviðsljósið þegar Garry Kasparov, þá ungur maður á þrítugsaldri, skoraði sovéska heimsmeistarann Anatoly Karpov á hólm. Einvígi þeirra var langt og snúið. Kasparov, sem var gyðingur og fæddur í Armeníu, var ekki með sovésku skákelítuna með sér í liði en hæfileikar hans voru slíkir að hann vann engu að síður og varð yngsti heimsmeistari sögunnar árið 1985. Síðar átti Kasparov eftir að vekja heimsathygli þegar hann tefldi gegn ofurtölvunni Deep Blue árið 1997 og tapaði. Líklega var það síðasta skákeinvígið sem náði heimsathygli enda töluðu margir um viðureignina sem uppgjör mannsins gegn tölvunum. Kasparov settist í helgan stein árið 2005. Síðan þá hafa átök innan alþjóðaskáksambandsins og sterkustu skákmanna heims gert það að verkum að erfitt hefur reynst að krýna óumdeildan heimsmeistara. Almenningur hefur misst áhugann á keppnisskák. Síðustu heimsmeistaraeinvígi hafa verið háð fyrir tómum áhorfendasölum í borgum sem fáir þekkja. Verður Magnus Carlsen nýtt andlit skákarinnar? Einvígið milli Anands og Magnusar Carlsen er upplagt tækifæri fyrir skákina að ná aftur fyrri vinsældum. En þá þarf Magnus Carlsen helst að vinna og verða hið nýja andlit skákarinnar. Öll spjót beinast í raun að Anand sem hefur í gegnum árin sýnt gríðarlegan styrk í einvígum um heimsmeistaratitilinn en ekki náð jafn góðum árangri á venjulegum mótum. Spurningin er hvort aldurinn, reynslan og undirbúningur nái að sigra snillinginn Magnus Carlsen sem er þekktur fyrir að vilja finna lausn á flóknum stöðum yfir borðinu, gefur minna fyrir undirbúning og kann því vel að sigla á óþekkt mið. Það er kannski dæmi um pressuna á Anand að þegar hann var spurður hvernig hægt væri að vekja aftur áhuga almennings á skák og fá stórfyrirtæki til að veita meiri peningum í íþróttina var svarið einfalt: Magnus Carlsen. Fulltrúar ólíkra kynslóða Magnus Carlsen er fæddur 30. nóvember 1990 og verður því 23 ára gamall síðar í mánuðinum. Hann er í fyrsta sæti á styrkleikalista FIDE yfir sterkustu skákmenn heims – hærri á listanum en heimsmeistarinn Anand, sem hann teflir nú við í Chennai á Indlandi. Magnus Carlsen var aðeins 13 ára gamall þegar hann náði stórmeistaratitlinum. Fyrir utan að vera einn besti skákmaður í heimi er Magnus Carlsen sannkölluð ofurstjarna í Noregi. Hann þykir frambærilegt módel og hefur verið andlit vörumerkisins G-Star Raw og ekki er óalgengt að hann sé umvafinn stúlknaskara sem öskrar af fögnuði þegar hann birtist. Viswanathan Anand fæddist 11. desember 1969. Hann hefur fimm sinnum unnið heimsmeistaratitilinn í skák og hefur verið óumdeildur heimsmeistari frá árinu 2007. Hann er einnig þekktur fyrir hæfileika sína í hraðskák þar sem fáir standast honum snúning. Anand varð fyrsti indverski stórmeistarinn árið 1988. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á Indlandi þar sem hann er afar þekktur. Anand er lýst sem afar fjölhæfum skákmanni. Sigur gegn Magnusi Carlsen myndi innsigla stöðu hans sem eins af risunum í skáksögunni. Sigur snjallsímanna „Einvígið vekur gríðarlega athygli hér í Noregi,“ segir Gísli Kristjánsson, fréttaritari í Ósló. Hann segir það hafa komið fjölmiðlum þar í landi talsvert á óvart. „Sérstaklega hafa netmiðlarnir grætt á þessum mikla áhuga. Verdens Gang er með beina útsendingu á netvarpi sínu og áhorfið hefur farið fram úr öllum vonum. Áhuginn er svo mikill að sums staðar liggur vinna í fyrirtækjum niðri. Menn liggja bara á netinu og fylgjast með leikjunum í beinni.“ Gísli segist ekki hafa séð fjölgun á skákborðum á kaffihúsum og götum úti. „Nei, stóra sagan í þessu er snjallsímabyltingin. Nú sér maður svart á hvítu hvað snjallsímarnir og spjaldtölvurnar eru að breyta hefðbundinni fjölmiðlun. Það er sama hvert maður lítur, það eru allir með einvígið og leikina í beinni í snjallsímunum. Í gamla daga sá fólk þetta í sjónvarpinu en nú eru það litlu tölvurnar sem allir fylgjast með. Þetta er sigur snjallsímanna í fjölmiðlastríðinu.“ Hann segir Norðmenn hæfilega bjartsýna á sigur. „Fyrstu fjórar skákirnar enduðu með jafntefli svo mótstaðan er sterkari en menn héldu. En þetta heldur fólki við efnið. Hver skák tekur óskaplegan tíma en hér í landi er fólk vant að horfa á íþróttir eins og 50 kílómetra skíðagöngu þar sem klukkutími getur liðið milli þess sem menn sjást í mynd. Svo skákin er bara nokkuð æsileg hér í Noregi um þessar mundir.“
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira