Menning

Danir hrifnir af Einari Má

Freyr Bjarnason skrifar
Einar Már fær góða dóma í Noregi.
Einar Már fær góða dóma í Noregi.
Skáldsaga Einars Más Guðmundsonar, Íslenskir kóngar, hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku síðan hún kom þar út um miðjan ágúst.

Gagnrýnandi Politiken lýsir bókinni sem „alvöru skáldsögu, fullri af ævintýralegum viðskiptum og kostulegum uppákomum hjá svindlurum og ótrúum eiginkonum þeirra“. Hann segir að orðknöpp fyndni höfundar sé honum að góðu kunn, ekki síst úr Sjálfstæðu fólki Laxness.

Gagnrýnandi Berlinske Tidende lýsir Íslenskum kóngum sem „sígildum Guðmundssyni“. Hann auglýsir eftir dönskum rithöfundum sem þori að leggja til viðlíka atlögu við fjármálafurstana og það spilavíti sem þeir kalla efnahagslíf.

Þá segir Weekendavisen bókina vera „frábærlega skemmtilega og alvörugefna ræningjasögu“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×