Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. nóvember 2013 19:23 Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira