Lífið

Simmi og Jói segja bless

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson eru að hætta á Bylgjunni.
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson eru að hætta á Bylgjunni.
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói, eru að hætta með þætti sína sem hafa verið á laugardögum á Bylgjunni undanfarin fimm ár.

„Það má nú eiginlega segja að þetta sé dauðsfall af eðlilegum orsökum," segir Jói í samtali við Vísi og bætir því við að þeim hafi þótt nóg komið eftir fimm skemmtileg ár. „Það er ekkert meira um það að segja. Þetta er búið að vera hrikalega gaman. En svo er bara ákveðinn líftími sem svona þættir hafa," segir Jói í samtali við Vísi. Dagskráin þeirra hefur verið þétt skpuð að undanförnu enda reka þeir einn vinsælasta matsölustað á landinu og eru uppteknir við að leika í auglýsingum, svo dæmi séu nefnd.

Jói segir að nú fái þeir félagarnir tvo helgardaga í viku í fyrsta sinn í fimm ár. Hann útilokar þó ekki að þeir félagarnir muni taka til starfa að nýju einhvern tímann þegar fram líða stundir. „Maður skýtur nú yfirleitt upp kollinum þegar kemur að fjölmiðlum,“ segir Jóhannes.

Síðasti þáttur þeirra Simma og Jóa verður á kjördag, þann 27. apríl og Jói lofar pólitískri bombu í síðasta þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.