Fótbolti

Chelsea tapaði í Rússlandi en komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chelsea er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildar UEFA með 5-4 samanlögðum sigri á rússneska liðinu Rubin Kazan í fjórðungsúrslitum. Liðin mættust í Rússlandi í kvöld og höfðu heimamenn betur, 3-2.

Chelsea vann fyrri leikinn, 3-1, og þegar að Fernando Torres kom Chelsea yfir á fjórðu mínútu í kvöld var ljóst að það var við ramman reip að draga fyrir heimamenn.

Rússarnir komu þó sterkir til leiks í síðari hálfleik. Ivan Marcano jafnaði með skalla áður en Victor Moses skoraði fyrir Chelsea eftir laglega sókn.

Vonir Rússanna voru þá litlar sem engar en þeir gerðu vel með því að skora tvö mörk til viðbótar og tryggja sér sigur í leiknum. Gokdeniz Karadeniz skoraði annað skallamark sinna manna í leiknum og Bebras Natcho skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu.


Tengdar fréttir

Benitez hrósaði Torres

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, var þokkalega sáttur við sigurinn á Rubin Kazan í Evrópudeild UEFA í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×