Erlent

Geislavirkt vatn lak út úr kjarnorkuveri

Fukushima í Japan
Fukushima í Japan
Talið er að 120 tonn af geislavirku vatni hafi lekið úr Fukushima-kjarnorkuverinu á síðustu dögum. Vatnið, sem notað var til að kæla kjarnakljúfa versins, seitlaði ofan í jarðveginn úr vatnsgeymum.

Að mati sérfræðinga er afar ólíklegt að vatnið leki út í Kyrrahaf eða Japanshaf. Þar að auki sé mengun vatnsins minniháttar.

Fukushima-kjarnorkuverið skemmdist verulega í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir norðanvert Japan árið 2011. Kælikerfi versins bræddu úr sér í kjölfarið með tilheyrandi mengun í jarðvegi og vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×