Brasilíumaðurinn Oscar var búinn að vera inn á vellinum í tæpa mínútu þegar að hann skoraði eina markið í leik Chelsea og Sparta Prag í Tékklandi.
Leikurinn var annars heldur bragðdaufur en Chelsea heldur nú heim til Lundúna með þægilega forystu fyrir síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.
David Lafata fékk tvö ágæt færi fyrir heimamenn en hitti ekki á markið í bæði skiptin.
Oscar skoraði svo sigurmarkið á 82. mínútu með laglegu skoti eftir gott samspil við Edin Hazard.

