Menning

Alræmd ítölsk mynd á sunnudagskvöld

Hin alræmda ítalska hryllingsmynd Cannibal Holocaust er næsta mynd sem verður tekin til sýningar á vegum framtaksins Svartra sunnudaga í Bíói Paradís.

Myndin, sem leikstýrt er af Ruggero Deodato, er frá árinu 1980. Hún var gerð upptæk af myndbandaleigum hérlendis eftir að sá kvittur komst á kreik að kona hefði í raun og veru verið myrt fyrir framan kvikmyndavélarnar. Það reyndist þó uppspuni.

Önnur hryllingsmynd, hin bandaríska The Blair Witch Project, er undir miklum áhrifum frá Cannibal Holocaust, meðal annars þeirri tækni að hafa tökuvélina á sífelldri hreyfingu.

Eins og áður sagði verður Cannibal Holocaust sýnd í Bíói Paradís sunnudagskvöldið 17. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×