Menning

Ljóð eru svo mikilvæg fyrir tungumálið

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Jón valdi og þýddi ljóð frá ýmsum heimshornum og þau eru nú komin út í bókinni Undir vernd stjarna.
Jón valdi og þýddi ljóð frá ýmsum heimshornum og þau eru nú komin út í bókinni Undir vernd stjarna. Fréttablaðið/Vilhelm
Út er komið ljóðasafnið Undir vernd stjarna, ljóð frá ýmsum heimshornum sem Jón Kalman Stefánsson valdi og þýddi. Höfundarnir eru átján, fimmtán karlar og þrjár konur, fæddir á bilinu 1891 til 1953.



„Þetta eru ljóð sem ég hef hrifist af í gegnum tíðina,“ segir Jón. „Mér finnst ekkert mikilvægara fyrir tungumálið og bókmenntirnar en góðar ljóðaþýðingar og hef hrifist mjög af þýðingum manna eins og Jóhanns Hjálmarssonar og Gyrðis Elíassonar, þannig að ég ákvað að leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“



Jón segist hafa byrjað að þýða eitt og eitt ljóð fyrir nokkrum árum en fyrir tveimur árum hafi hann farið að takast á við þau af meiri alvöru með útgáfu í huga. En er hann alveg hættur að yrkja sjálfur? „Já, það hef ég ekki gert í tuttugu ár,“ segir hann. „Sú gáfa var alveg tekin frá mér en ég næri ljóðskáldið í mér með þýðingunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×