Fótbolti

Arnór Smárason skoraði í Svíþjóð

Arnór Smárason var á skotskónum í dag.
Arnór Smárason var á skotskónum í dag. mynd/Heimasíða Helsingborgar
Arnór Smárason skoraði síðara mark Helsingborg í 3-2 tapi gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni.

Häcken komst yfir á 28. mínútu með marki Simon Gustafsson en Peter Larsson jafnaði á 53. mínútu. Arnór kom Helsingborg yfir með marki á 56. mínútu en Simon Gustafsson jafnaði 2-2 með sínu öðru marki.

Arnór var tekinn út af á 71. mínútu en á þeirri 73. skoraði Kongómaðurinn Rene Makondele og tryggði Häcken sigur 3-2.

Guðjón Baldvinsson spilaði allan leikinn fyrir Halmstad þegar liðið tapaði fyrir IFK Gautaborg 1-0. Aðrir Íslendingar komu ekki við sögu í þeim leik.

Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg í dag frekar en fyrri daginn þegar liðið lagði Norrköping 4-1.

Eftir leiki dagsins er Helsingborg í öðru sæti, jafnt IFK Gautaborg að stigum, með 44 stig en Malmö er efst með 45 stig. Elfsborg er í fimmta sæti með 37 stig og Halmstad í því 14. með 21 stig.

Í efstu deild dönsku knattspyrnunnar var Theodór Elmar Bjarnason í byrjunarliði Randers sem tapaði 1-0 fyrir SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×