Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Fylkir 1-4 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 1. september 2013 00:01 mynd/daníel Fylkir skellti Breiðabliki 4-1 í Kópavogi í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Fylkir var 3-1 yfir í hálfleik en staðan eftir átta mínútna leik var 2-1. Það tók Fylki aðeins 39. sekúndur að skora. Breiðablik mætti gjörsamlega sofandi til leiks og Kjartan Ágúst Breiðdal gekk á lagið. Breiðablik sýndi lífsmark í kjölfarið og jafnaði metin strax á 5. mínútu þegar vörn Fylkis tók sér sína einu pásu í leiknum og horfðu á Rohde skalla í markið. Þremur mínútum síðar var Kjartan Ágúst aftur að verki og Fylkir komið yfir á ný. Breiðablik var meira með boltann en sóknarleikur liðsins var bitlaus. Liðið náði lítið sem ekkert að nýta kantana og átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi því liðið sótti á vörn Fylkis þar sem hún er sterkust, fyrir miðju. Fylkir beitti skyndisóknum og fékk fjölmörg færi til að bæta við marki áður en Agnar Bragi stangaði hornspyrnu Finns Ólafssonar í netið á 31. mínútu. Tveir leikmenn Breiðabliks þurftu að fara af leikvelli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og gerði það illt verra fyrir Breiðablik sem náði ekki að gera breytingar til að hressa upp á liðið. Arnar Már Björgvinsson kom inn á í hálfleik fyrir meiddan Árna Vilhjálmsson og komst tvisvar í vænlega stöðu til að senda fyrir en skorti gæði til að koma boltanum á hættu svæðið. Breiðablik var meira með boltann í seinni hálfleik og sótti mikið en líkt og í fyrri hálfleik náði liðið ekki að opna vörn Fylkis og voru því hvorki líklegir til að minnka muninn né hvað þá að jafna metin. Fylkir nýtti sér fámennið í vörn Breiðabliks undir lok leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði fjórða mark Fylkis úr einu af fjölmörgum færum liðsins undir lok leiksins. Finnur Orri Margeirsson er eini leikmaður Breiðabliks sem komst vel frá sínu en liðið var sérstaklega úti á þekju varnarlega. Renee Troost átti líklega sinn versta leik á Íslandi og kemur verulega á óvart ef Elfar Freyr Helgason byrjar ekki næsta leik. Fylkir leit mjög vel út í leiknum. Liðið varðist vel og skyndisóknir liðsins voru beinskeyttar og öflugar. Liðið hefði hæglega getað nýtt nokkrar þeirra betur og unnið enn stærri sigur. Agnar Bragi: Gæði í okkar liði„Þetta byrjaði vel fyrir okkur og settum á þá mark en fengum annað strax í bakið sem kom okkur í opna skjöldu en við hættum ekki, héldum áfram og settum annað og fórum með forystu í hálfleik,“ sagði Agnar Bragi miðvörður Fylkis sem fór mikinn í kvöld. „Það eru gæði í okkar liði og við höfum sýnt það í seinni umferðinni og vonandi getum við lyft okkur enn ofar í töflunni. „Breiðablik náði ekki að finna þessar glufur sem þeir hafa verið að gera. Aftur á móti vorum við fastir fyrir og þéttir og andstæðingurinn spilar ekki betur en mótherjinn leyfir. Við erum á réttri braut. „Við spiluðum flottan fótbolta og sýndum samhug. Það eru fjórir leikir eftir og það er erfitt að falla úr þessu en við tökum bara einn leik fyrir í einu og stefnum á sigur í honum,“ sagði Agnar Bragi sem leið vel á blautum Kópavogsvelli. „Það var ekkert Flórídaveður en mér líður alltaf vel í rigningunni þannig að þetta var plús fyrir okkur í dag.“ Ólafur: Það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag„Ég er mjög svekktur með frammistöðu liðsins, spilamennskuna og hugarfarið. Úrslitin eru afleiðing af því sem við lögðum í leikinn og við lögðum engan vegin nóg í leikinn til að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Ólafur Kristjánsson ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld. „Það var yfir alla línuna. Markmanninum var vorkun að þurfa að standa fyrir aftan hriplekt lið. Fram á við á vellinum gerðum við ekki það sem við töluðum um að gera, þ.e. að fara út í breiddina og teygja á þeim. Það var farið inn í trektina miðjuna allan leikinn og það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag. „Ég er vanur að finna einhverja jákvæða punkta en það er af svo mörgu að taka í hinum endanum, þ.e.a.s. hvað við gerðum illa að það yfirskyggir það sem við gerðum jákvætt. „Það er ekki tímapunktur að draga jákvæðu punktana fram því það er mjög alvarlegt hvernig við nálguðumst þennan leik og spiluðum þennan leik. Þetta er ekki okkur sæmandi eða því að vera að taka þátt í efstu deild. „Það geta alltaf orðið mistök og þú ferð ekki í gegnum heilan fótboltaleik án þess að gera mistök. Þetta er ekki spurning um að gera mistök eða ekki gera mistök þetta er spurningin hvernig þú bregst við mistökum. Í dag gerum við mistök já en við bregðumst mjög illa við þeim. Það er ekki félagi tilbúinn að bakka þig upp, menn eru ekki tilbúnir að rífa sig upp þegar þeir gera sjálfir mistök heldur fer hausinn niður í sandinn og er þar. „Við rífum okkur ekkert út úr þessu og hættum að taka ábyrgð á eigin frammistöðu, fara að benda á náungann og liðið molnar. Í lokin var orðið hörmung að sjá þetta. „Þetta er slakasta heildar frammistaða okkar í sumar og í langa tíma. Ég þarf að fara langt aftur til að finna svona hjá Breiðabliki undir minni stjórn. Ég man eftir leik á móti Víkingi 2011 sem var svipað afhroð. Þetta var okkur öllum til vansa,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Mynd/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fylkir skellti Breiðabliki 4-1 í Kópavogi í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. Fylkir var 3-1 yfir í hálfleik en staðan eftir átta mínútna leik var 2-1. Það tók Fylki aðeins 39. sekúndur að skora. Breiðablik mætti gjörsamlega sofandi til leiks og Kjartan Ágúst Breiðdal gekk á lagið. Breiðablik sýndi lífsmark í kjölfarið og jafnaði metin strax á 5. mínútu þegar vörn Fylkis tók sér sína einu pásu í leiknum og horfðu á Rohde skalla í markið. Þremur mínútum síðar var Kjartan Ágúst aftur að verki og Fylkir komið yfir á ný. Breiðablik var meira með boltann en sóknarleikur liðsins var bitlaus. Liðið náði lítið sem ekkert að nýta kantana og átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi því liðið sótti á vörn Fylkis þar sem hún er sterkust, fyrir miðju. Fylkir beitti skyndisóknum og fékk fjölmörg færi til að bæta við marki áður en Agnar Bragi stangaði hornspyrnu Finns Ólafssonar í netið á 31. mínútu. Tveir leikmenn Breiðabliks þurftu að fara af leikvelli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og gerði það illt verra fyrir Breiðablik sem náði ekki að gera breytingar til að hressa upp á liðið. Arnar Már Björgvinsson kom inn á í hálfleik fyrir meiddan Árna Vilhjálmsson og komst tvisvar í vænlega stöðu til að senda fyrir en skorti gæði til að koma boltanum á hættu svæðið. Breiðablik var meira með boltann í seinni hálfleik og sótti mikið en líkt og í fyrri hálfleik náði liðið ekki að opna vörn Fylkis og voru því hvorki líklegir til að minnka muninn né hvað þá að jafna metin. Fylkir nýtti sér fámennið í vörn Breiðabliks undir lok leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði fjórða mark Fylkis úr einu af fjölmörgum færum liðsins undir lok leiksins. Finnur Orri Margeirsson er eini leikmaður Breiðabliks sem komst vel frá sínu en liðið var sérstaklega úti á þekju varnarlega. Renee Troost átti líklega sinn versta leik á Íslandi og kemur verulega á óvart ef Elfar Freyr Helgason byrjar ekki næsta leik. Fylkir leit mjög vel út í leiknum. Liðið varðist vel og skyndisóknir liðsins voru beinskeyttar og öflugar. Liðið hefði hæglega getað nýtt nokkrar þeirra betur og unnið enn stærri sigur. Agnar Bragi: Gæði í okkar liði„Þetta byrjaði vel fyrir okkur og settum á þá mark en fengum annað strax í bakið sem kom okkur í opna skjöldu en við hættum ekki, héldum áfram og settum annað og fórum með forystu í hálfleik,“ sagði Agnar Bragi miðvörður Fylkis sem fór mikinn í kvöld. „Það eru gæði í okkar liði og við höfum sýnt það í seinni umferðinni og vonandi getum við lyft okkur enn ofar í töflunni. „Breiðablik náði ekki að finna þessar glufur sem þeir hafa verið að gera. Aftur á móti vorum við fastir fyrir og þéttir og andstæðingurinn spilar ekki betur en mótherjinn leyfir. Við erum á réttri braut. „Við spiluðum flottan fótbolta og sýndum samhug. Það eru fjórir leikir eftir og það er erfitt að falla úr þessu en við tökum bara einn leik fyrir í einu og stefnum á sigur í honum,“ sagði Agnar Bragi sem leið vel á blautum Kópavogsvelli. „Það var ekkert Flórídaveður en mér líður alltaf vel í rigningunni þannig að þetta var plús fyrir okkur í dag.“ Ólafur: Það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag„Ég er mjög svekktur með frammistöðu liðsins, spilamennskuna og hugarfarið. Úrslitin eru afleiðing af því sem við lögðum í leikinn og við lögðum engan vegin nóg í leikinn til að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Ólafur Kristjánsson ómyrkur í máli eftir leikinn í kvöld. „Það var yfir alla línuna. Markmanninum var vorkun að þurfa að standa fyrir aftan hriplekt lið. Fram á við á vellinum gerðum við ekki það sem við töluðum um að gera, þ.e. að fara út í breiddina og teygja á þeim. Það var farið inn í trektina miðjuna allan leikinn og það var veisla fyrir Fylki að spila við okkur í dag. „Ég er vanur að finna einhverja jákvæða punkta en það er af svo mörgu að taka í hinum endanum, þ.e.a.s. hvað við gerðum illa að það yfirskyggir það sem við gerðum jákvætt. „Það er ekki tímapunktur að draga jákvæðu punktana fram því það er mjög alvarlegt hvernig við nálguðumst þennan leik og spiluðum þennan leik. Þetta er ekki okkur sæmandi eða því að vera að taka þátt í efstu deild. „Það geta alltaf orðið mistök og þú ferð ekki í gegnum heilan fótboltaleik án þess að gera mistök. Þetta er ekki spurning um að gera mistök eða ekki gera mistök þetta er spurningin hvernig þú bregst við mistökum. Í dag gerum við mistök já en við bregðumst mjög illa við þeim. Það er ekki félagi tilbúinn að bakka þig upp, menn eru ekki tilbúnir að rífa sig upp þegar þeir gera sjálfir mistök heldur fer hausinn niður í sandinn og er þar. „Við rífum okkur ekkert út úr þessu og hættum að taka ábyrgð á eigin frammistöðu, fara að benda á náungann og liðið molnar. Í lokin var orðið hörmung að sjá þetta. „Þetta er slakasta heildar frammistaða okkar í sumar og í langa tíma. Ég þarf að fara langt aftur til að finna svona hjá Breiðabliki undir minni stjórn. Ég man eftir leik á móti Víkingi 2011 sem var svipað afhroð. Þetta var okkur öllum til vansa,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Mynd/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira