Perez þykir hann hafa sannað ágæti sitt Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2013 16:15 Perez var fljótari en Jenson Button í kappakstrinum í Barein. Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn. Hinn mexíkóski Perez var harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína í fyrstu þremur mótum ársins og spurningar vöknuðu um hvort McLaren hafi gert mistök þegar það réð hann í stað Lewis Hamilton síðasta haust. Perez þurfti því að sanna sig í Barein. Það gerði hann og segist nú hafa sannað ágæti sitt hjá liðinu. „Við höfum upplifað erfið augnablik en þetta er aðeins upphaf tímabilsins,“ sagði Perez. „Ég hef aldrei misst sjálfstraustið og hef alltaf trúað á sjálfan mig. Nú hef ég sýnt gagnrýnendum mínum að ég get náð árangri.“ Perez segir Martin Whitmarsh, liðstjóra McLaren, hafa beðið sig um að gera betur. Hann segir jafnframt hafa upplifað ákveðið frelsi þegar hann fékk að berjast við liðsfélaga sinn. „Áætlunin og hraði bílsins leyfði mér að gera hlutina öðruvísi. Ég var ekki að verjast heldur að sækja.“ Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn. Hinn mexíkóski Perez var harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína í fyrstu þremur mótum ársins og spurningar vöknuðu um hvort McLaren hafi gert mistök þegar það réð hann í stað Lewis Hamilton síðasta haust. Perez þurfti því að sanna sig í Barein. Það gerði hann og segist nú hafa sannað ágæti sitt hjá liðinu. „Við höfum upplifað erfið augnablik en þetta er aðeins upphaf tímabilsins,“ sagði Perez. „Ég hef aldrei misst sjálfstraustið og hef alltaf trúað á sjálfan mig. Nú hef ég sýnt gagnrýnendum mínum að ég get náð árangri.“ Perez segir Martin Whitmarsh, liðstjóra McLaren, hafa beðið sig um að gera betur. Hann segir jafnframt hafa upplifað ákveðið frelsi þegar hann fékk að berjast við liðsfélaga sinn. „Áætlunin og hraði bílsins leyfði mér að gera hlutina öðruvísi. Ég var ekki að verjast heldur að sækja.“
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira