Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 6. maí 2013 10:24 Mynd/Valli KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. Það var boðið upp á leik tveggja ólíkra hálfleika í Vesturbænum í kvöld en fyrri hálfleikurinn var opinn og fjörugur á meðan sá seinni var töluvert rólegri. Heimamenn í KR náðu forystu á 13. mínútu leiksins. Þá átti Bjarni Guðjónsson aukaspyrnu utan af kanti og var það Brynjar Björn Gunnarsson sem tókst að koma boltanum í netið en hann fylgdi eftir hörkuskalla frá Grétari Sigfinni Sigurðssyni. Stjörnumenn svöruðu með marki stuttu síðar en þá fékk Halldór Orri Björnsson boltann inn í teig, sýndi fádæma yfirvegun og hamraði boltanum í netið. Leikurinn opnaðist nokkuð eftir þetta og fengu bæði lið möguleika til þess að bæta við. KR-ingum tókst það svo á 43. mínútu. Þá átti Baldur Sigurðsson góðan sprett inn í vítateig Stjörnunnar og endaði fyrirgjöf hans í Daníel Laxdal og af honum fór boltinn í netið. Leikurinn var töluvert rólegri í síðari hálfleiknum en bæði lið fengu þó tækifæri til skora fleiri mörk. Stjörnumenn voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR-inga, var gríðarlega öruggur á milli stanganna og varði nokkrum sinnum vel. KR-ingar litu ágætlega út í dag og er það augljóst að liðið verður feiknasterkt í sumar. Það var í raun lítið hægt að setja út á leik Stjörnunnar en þeir hefðu vel getað fengið eitthvað úr leiknum. Hannes: Erum í skýjunum með þennan sigurMynd/Valli„Þetta var hrikalega sætt. Þetta var baráttuleikur og er ég sáttur með mína menn. Sætustu sigrarnir eru eins marks sigrar þannig að ég er mjög sáttur með þetta," sagði Hannes. „Stjörnumennirnir voru erfiðir viðureignar og voru að gera okkur erfitt fyrir á köflum. Mér fannst við spila þennan leik vel, vörnin var að halda og er það mikilvægt þegar við erum að spila á móti góðum liðum," bætti Hannes við. „Við ætlum að vera í harðri toppbaráttu í sumar. Það var virkilega mikilvægt að byrja sumarið á sigri og kveikja í smá stemmningu í Vesturbænum. Við erum því í skýjunum með þennan sigur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR-inga í leikslok. Logi: Fengum á okkur slæm mörkMynd/Valli„Við hefðum hugsanlega átt meira skilið útúr þessum leik. Við fengum á okkur slæm mörk í fyrri hálfleiknum sem við hefðum getað gert betur. Þau eru að kosta okkur leikinn,"sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar: „Mér fannst við svara KR-ingum vel í þessum leik og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það var greinilega spenna í mönnum í þessum leik og hefðu við getað verið rólegri í mörgum af okkar aðgerðum. Mér fannst menn hinsvegar sýna vilja til þess að jafna þennan leik og er ég sáttur með það," sagði Logi. „Ég er brattur á framhaldið. Við mætum tilbúnir í næsta leik sem er heimaleikur gegn Ólafsvíkingum. Við mætum í þann leik til þess að vinna. Rúnar: Grétar búinn að æfa eins og skepna„Þetta var flott hjá okkur í dag. Við vorum gríðarlega vinnusamir í þessum leik og er ég mjög sáttur með framlag leikmanna í leiknum. „Stjörnumenn settu aðeins á okkur í síðari hálfleiknum og áttum við i smá erfiðleikum með að spila okkar leik gegn pressu þeirra. Mér fannst samt eins og við hefðum átt að setja á þá þriðja markið og klára þennan leik fyrr," sagði Rúnar. Grétar Sigfinnur Sigurðsson var mikið í umræðunni fyrir tímabil en mikið var talað um að hann myndi fara frá KR liðinu fyrir tímabil. Rúnar sagði Grétar vera í frábæru formi fyrir sumarið. „Grétar er búinn að æfa gríðarlega vel og er í fantafínu formi fyrir sumarið. Hann líkt og við höfum bara ákveðið að vera ekkert að væla yfir þessu sem gerðist í vetur. Hann hefur æft eins og skepna og aldrei litið betur út," „Ég veit alveg hvað hann getur í fótbolta og nú þarf hann bara að sýna það inn á vellinum. Hann á skilið að vera í liðinu eins og hann er búinn að vera að spila og æfa að undanförnu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Við Garðar eigum eftir að skora slatta Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum. 6. maí 2013 08:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. Það var boðið upp á leik tveggja ólíkra hálfleika í Vesturbænum í kvöld en fyrri hálfleikurinn var opinn og fjörugur á meðan sá seinni var töluvert rólegri. Heimamenn í KR náðu forystu á 13. mínútu leiksins. Þá átti Bjarni Guðjónsson aukaspyrnu utan af kanti og var það Brynjar Björn Gunnarsson sem tókst að koma boltanum í netið en hann fylgdi eftir hörkuskalla frá Grétari Sigfinni Sigurðssyni. Stjörnumenn svöruðu með marki stuttu síðar en þá fékk Halldór Orri Björnsson boltann inn í teig, sýndi fádæma yfirvegun og hamraði boltanum í netið. Leikurinn opnaðist nokkuð eftir þetta og fengu bæði lið möguleika til þess að bæta við. KR-ingum tókst það svo á 43. mínútu. Þá átti Baldur Sigurðsson góðan sprett inn í vítateig Stjörnunnar og endaði fyrirgjöf hans í Daníel Laxdal og af honum fór boltinn í netið. Leikurinn var töluvert rólegri í síðari hálfleiknum en bæði lið fengu þó tækifæri til skora fleiri mörk. Stjörnumenn voru nokkrum sinnum nálægt því að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR-inga, var gríðarlega öruggur á milli stanganna og varði nokkrum sinnum vel. KR-ingar litu ágætlega út í dag og er það augljóst að liðið verður feiknasterkt í sumar. Það var í raun lítið hægt að setja út á leik Stjörnunnar en þeir hefðu vel getað fengið eitthvað úr leiknum. Hannes: Erum í skýjunum með þennan sigurMynd/Valli„Þetta var hrikalega sætt. Þetta var baráttuleikur og er ég sáttur með mína menn. Sætustu sigrarnir eru eins marks sigrar þannig að ég er mjög sáttur með þetta," sagði Hannes. „Stjörnumennirnir voru erfiðir viðureignar og voru að gera okkur erfitt fyrir á köflum. Mér fannst við spila þennan leik vel, vörnin var að halda og er það mikilvægt þegar við erum að spila á móti góðum liðum," bætti Hannes við. „Við ætlum að vera í harðri toppbaráttu í sumar. Það var virkilega mikilvægt að byrja sumarið á sigri og kveikja í smá stemmningu í Vesturbænum. Við erum því í skýjunum með þennan sigur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR-inga í leikslok. Logi: Fengum á okkur slæm mörkMynd/Valli„Við hefðum hugsanlega átt meira skilið útúr þessum leik. Við fengum á okkur slæm mörk í fyrri hálfleiknum sem við hefðum getað gert betur. Þau eru að kosta okkur leikinn,"sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar: „Mér fannst við svara KR-ingum vel í þessum leik og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það var greinilega spenna í mönnum í þessum leik og hefðu við getað verið rólegri í mörgum af okkar aðgerðum. Mér fannst menn hinsvegar sýna vilja til þess að jafna þennan leik og er ég sáttur með það," sagði Logi. „Ég er brattur á framhaldið. Við mætum tilbúnir í næsta leik sem er heimaleikur gegn Ólafsvíkingum. Við mætum í þann leik til þess að vinna. Rúnar: Grétar búinn að æfa eins og skepna„Þetta var flott hjá okkur í dag. Við vorum gríðarlega vinnusamir í þessum leik og er ég mjög sáttur með framlag leikmanna í leiknum. „Stjörnumenn settu aðeins á okkur í síðari hálfleiknum og áttum við i smá erfiðleikum með að spila okkar leik gegn pressu þeirra. Mér fannst samt eins og við hefðum átt að setja á þá þriðja markið og klára þennan leik fyrr," sagði Rúnar. Grétar Sigfinnur Sigurðsson var mikið í umræðunni fyrir tímabil en mikið var talað um að hann myndi fara frá KR liðinu fyrir tímabil. Rúnar sagði Grétar vera í frábæru formi fyrir sumarið. „Grétar er búinn að æfa gríðarlega vel og er í fantafínu formi fyrir sumarið. Hann líkt og við höfum bara ákveðið að vera ekkert að væla yfir þessu sem gerðist í vetur. Hann hefur æft eins og skepna og aldrei litið betur út," „Ég veit alveg hvað hann getur í fótbolta og nú þarf hann bara að sýna það inn á vellinum. Hann á skilið að vera í liðinu eins og hann er búinn að vera að spila og æfa að undanförnu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Við Garðar eigum eftir að skora slatta Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum. 6. maí 2013 08:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23
Við Garðar eigum eftir að skora slatta Stjörnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn á Íslandi síðan haustið 2003 þegar hann kvaddi sem Íslandsmeistari með KR. Það er kannski við hæfi að fyrsti leikurinn sé á KR-vellinum. 6. maí 2013 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti