"Þessi bekkur er óheppilegur" Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júlí 2013 14:52 Óttar M. Norðfjörð er ekki sáttur við það hvernig Snorri Magnússon brást við atvikinu. MYND/FACEBOOK Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum
Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira