Brynja Þorgeirs tekur við Djöflaeyjunni Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Brynja Þorgeirsdóttir tekur við Djöflaeyjunni í haust. „Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira