Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fer fram í 38. sinn í hádeginu á gamlársdag en hlaupið er fastur liður í líf margra hlaupara og hlaupahópa þar sem árið er hvatt í góðum félagsskap.
Auk þess hefur sú hefð skapast að hlauparar mæti í ýmiskonar óhefðbundnum hlaupafatnaði og ótrúlegustu búningum og setur það skemmtilegan svip á hlaupið.
Í þriðja sinn hefst Gamlárshlaupið og líkur við Hörpuna en leiðin er slétt og einföld og því ekki úr vegi að stefna á bætingarhlaup á síðsta degi ársins. Allt verður gert til að aðstæður verði eins góðar og hægt er miðað við árstíma.
Öryggi hlaupara og starfsmanna verður í forgangi og lokað verður fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbrautar á meðan á hlaupinu stendur og bílstjórar verða hvattir til að sýna hlaupurum og starfsmönnum ýtrustu tillitsemi.
Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á flögutíma og sms úrslitasendingar. Forskráning er á vefsíðunni hlaup.is.
Hlaupið í búningnum á gamlársdag
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn