Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fer fram í 38. sinn í hádeginu á gamlársdag en hlaupið er fastur liður í líf margra hlaupara og hlaupahópa þar sem árið er hvatt í góðum félagsskap.
Auk þess hefur sú hefð skapast að hlauparar mæti í ýmiskonar óhefðbundnum hlaupafatnaði og ótrúlegustu búningum og setur það skemmtilegan svip á hlaupið.
Í þriðja sinn hefst Gamlárshlaupið og líkur við Hörpuna en leiðin er slétt og einföld og því ekki úr vegi að stefna á bætingarhlaup á síðsta degi ársins. Allt verður gert til að aðstæður verði eins góðar og hægt er miðað við árstíma.
Öryggi hlaupara og starfsmanna verður í forgangi og lokað verður fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbrautar á meðan á hlaupinu stendur og bílstjórar verða hvattir til að sýna hlaupurum og starfsmönnum ýtrustu tillitsemi.
Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á flögutíma og sms úrslitasendingar. Forskráning er á vefsíðunni hlaup.is.
Hlaupið í búningnum á gamlársdag
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
