Íslenski boltinn

Þórður hættur með ÍA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Þórður Þórðarson er hættur sem þjálfari ÍA í Pepsi-deild karla. Hann ákvað að stíga sjálfur til hliðar, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá ÍA.

ÍA hefur ekki gengið vel í upphafi tímabils og er í tíunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir sjö leiki. Einu stig liðsins á tímabilinu til þessa komu eftir 2-0 sigur á Fram þann 21. maí.

„Þórður Þórðarson hefur látið af störfum sem þjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA að eigin ósk.  Þórður tók við liðinu í erfiðri stöðu í fyrstu deild árið 2009, stýrði því til sigurs í fyrstu deild árið 2011 og náði framúrskarandi árangri í Pepsi deildinni árið 2012.  Á tímabilinu 2013 hefur verið á brattann að sækja og var það mat Þórðar að rétt væri að nýr þjálfari kæmi að verkefninu á þessum tímapunkti.

Knattspyrnufélag ÍA vill þakka Þórði fyrir störf hans á undanförnum árum, en vinna hans í þágu félagsins hefur verið framúrskarandi og undir hans stjórn hefur liðið færst umtalsvert nær þeim bestu á landinu, sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins gera kröfu til,“ segir í yfirlýsingu ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×