Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 08:30 Edward Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong frá því nokkru áður en fréttirnar birtust. Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira