Skilaboð frá Snowden Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júní 2013 07:00 Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun