"Ég tel að þetta mál frá upphafi hafi verið hneyksli" Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2013 14:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það ánægjulegan áfanga fyrir sig að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ákveðið að taka kæru hans vegna Landsdómsmálsins til efnismeðferðar en langstærstum hluta kæra til MDE er vísað frá. Geir er ómyrkur í máli um Landsómsmálið og segir það hneyksli, herleiðangur gegn sér og Sjálfstæðisflokknum. Geir var meðal framsögumanna á málstofu Seðlabankans í Hörpu í morgun sem bar yfirskriftina: „Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna?“ en auk Geirs fluttu erindi þeir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Patrick Honohan, seðlabankastjóri Írlands og Franek Rozwadowski, fyrrverandi fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Írar og Íslendingar fóru algjörlega andstæðar leiðir til að bregðast við vanda bankakerfisins. Írska þingið samþykkti lög um ríkisábyrgð á skuldbindingum bankanna meðan hér var farin sú leið með neyðarlögunum að skipta bönkunum upp í gamla og nýja banka. Þessi leið reyndist Íslandi mjög heillavænleg, en Írum var þröngt sniðinn stakkur um viðbrögð vegna aðildar sinnar að Evrópska myntbandalaginu. Í erindi sínu fór Geir yfir helstu atburði bankahrunsins. Hann sagði m.a frá því að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi haft samband skömmu eftir setningu neyðarlaganna. Og enn væri engin haldbær skýring komin á því hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Geir svaraði síðan spurningum fréttastofunnar að fundi loknum.Langflestum kærum vísað frá Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að taka kæru Geirs til dómstólsins til efnismeðferðar og hefur málinu þegar verið úthlutað hjá dómstólnum, en Geir kærði málsmeðferð í Landsdómsmálinu sem hann telur ganga í berhögg við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Það þykja nokkur tíðindi að dómstóllinn hafi tekið kæruna til meðferðar enda enda er langflestum kærum sem berast dómstólnum, eða um 93%, vísað frá þar sem þær teljast ekki tækar til efnismeðferðar. MDE hefur beint spurningum í sex liðum til íslenskra stjórnvalda vegna málsins sem ber að svara fyrir 6. mars á næsta ári og þá hefur hann óskað eftir dómsúrlausn Landsdóms í íslenskri þýðingu.Ánægjulegur áfangi „Þetta er mikill og ánægjulegur áfangi hvað mig varðar. Eins og þú segir þá fá flest mál sem þangað fara miklu dapurlegri örlög. Þarna er spurt ákveðinna grundvallarspurninga af hálfu dómstólsins sem íslenska ríkisvaldið verður að svara. Þessar spurningar gefa til kynna að það séu ýmsar athugasemdir sem hafa vaknað hjá þeim sem fjalla um þetta mál,“ segir Geir. Hann segist hins vegar ekki ætla að taka út neinn sigur fyrirfram „því við vitum ekkert hvernig þetta endar.“ Geir var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu, eins og segir orðrétt í dómnum, var ekki gerð refsing og ríkissjóður þurfti að greiða allan sakarkostnað. Geir var hins vegar sakfelldur fyrir brot á 17. gr. stjórnarskrárinnar, fyrir að hafa látið hjá líða að halda ríkisstjórnarfundi um málefni bankanna í aðdraganda hrunsins. Hann er enn mjög ósáttur vegna málsins. „Ég tel að þetta mál frá upphafi hafi verið hneyksli. Þetta var auðvitað pólitískt mál. Herleiðangur til þess að ná sér niðri á mér og Sjálfstæðisflokknum. Hann rann að vísu út í sandinn en gjörðin var söm og verknaðurinn var sá sami. Ég ætla samt ekki að standa í því alla ævi að hugsa um þetta mál og elta ólar við þá einstaklinga sem tóku þátt í þessu,“ segir Geir.Þetta liggur samt ennþá þungt á þér? „Nei, nei. Ég meina það fóru nokkur ár úr ævi minni í þetta en lífið heldur nú bara áfram.“ Sjá má viðtalið við Geir í heild sinni með því að smella á myndskeið hér fyrir ofan. Landsdómur Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það ánægjulegan áfanga fyrir sig að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ákveðið að taka kæru hans vegna Landsdómsmálsins til efnismeðferðar en langstærstum hluta kæra til MDE er vísað frá. Geir er ómyrkur í máli um Landsómsmálið og segir það hneyksli, herleiðangur gegn sér og Sjálfstæðisflokknum. Geir var meðal framsögumanna á málstofu Seðlabankans í Hörpu í morgun sem bar yfirskriftina: „Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna?“ en auk Geirs fluttu erindi þeir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Patrick Honohan, seðlabankastjóri Írlands og Franek Rozwadowski, fyrrverandi fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Írar og Íslendingar fóru algjörlega andstæðar leiðir til að bregðast við vanda bankakerfisins. Írska þingið samþykkti lög um ríkisábyrgð á skuldbindingum bankanna meðan hér var farin sú leið með neyðarlögunum að skipta bönkunum upp í gamla og nýja banka. Þessi leið reyndist Íslandi mjög heillavænleg, en Írum var þröngt sniðinn stakkur um viðbrögð vegna aðildar sinnar að Evrópska myntbandalaginu. Í erindi sínu fór Geir yfir helstu atburði bankahrunsins. Hann sagði m.a frá því að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi haft samband skömmu eftir setningu neyðarlaganna. Og enn væri engin haldbær skýring komin á því hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Geir svaraði síðan spurningum fréttastofunnar að fundi loknum.Langflestum kærum vísað frá Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að taka kæru Geirs til dómstólsins til efnismeðferðar og hefur málinu þegar verið úthlutað hjá dómstólnum, en Geir kærði málsmeðferð í Landsdómsmálinu sem hann telur ganga í berhögg við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Það þykja nokkur tíðindi að dómstóllinn hafi tekið kæruna til meðferðar enda enda er langflestum kærum sem berast dómstólnum, eða um 93%, vísað frá þar sem þær teljast ekki tækar til efnismeðferðar. MDE hefur beint spurningum í sex liðum til íslenskra stjórnvalda vegna málsins sem ber að svara fyrir 6. mars á næsta ári og þá hefur hann óskað eftir dómsúrlausn Landsdóms í íslenskri þýðingu.Ánægjulegur áfangi „Þetta er mikill og ánægjulegur áfangi hvað mig varðar. Eins og þú segir þá fá flest mál sem þangað fara miklu dapurlegri örlög. Þarna er spurt ákveðinna grundvallarspurninga af hálfu dómstólsins sem íslenska ríkisvaldið verður að svara. Þessar spurningar gefa til kynna að það séu ýmsar athugasemdir sem hafa vaknað hjá þeim sem fjalla um þetta mál,“ segir Geir. Hann segist hins vegar ekki ætla að taka út neinn sigur fyrirfram „því við vitum ekkert hvernig þetta endar.“ Geir var sýknaður af öllum alvarlegustu ákæruliðunum í Landsdómsmálinu, eins og segir orðrétt í dómnum, var ekki gerð refsing og ríkissjóður þurfti að greiða allan sakarkostnað. Geir var hins vegar sakfelldur fyrir brot á 17. gr. stjórnarskrárinnar, fyrir að hafa látið hjá líða að halda ríkisstjórnarfundi um málefni bankanna í aðdraganda hrunsins. Hann er enn mjög ósáttur vegna málsins. „Ég tel að þetta mál frá upphafi hafi verið hneyksli. Þetta var auðvitað pólitískt mál. Herleiðangur til þess að ná sér niðri á mér og Sjálfstæðisflokknum. Hann rann að vísu út í sandinn en gjörðin var söm og verknaðurinn var sá sami. Ég ætla samt ekki að standa í því alla ævi að hugsa um þetta mál og elta ólar við þá einstaklinga sem tóku þátt í þessu,“ segir Geir.Þetta liggur samt ennþá þungt á þér? „Nei, nei. Ég meina það fóru nokkur ár úr ævi minni í þetta en lífið heldur nú bara áfram.“ Sjá má viðtalið við Geir í heild sinni með því að smella á myndskeið hér fyrir ofan.
Landsdómur Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira