Lífið

Justin Bieber byggir skóla í Guatemala

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Poppprinsinn Justin Bieber fór til Guatemala fyrir stuttu með góðgerðarsamtökunum Pencils of Promise, samtök sem byggja grunnskóla í þróunarlöndum líkt og Nicaragua, Laos, Guatemala og Ghana.

Justin lét gott af sér leiða í ferðinni og hjálpaði meðal annars til við að byggja grunnskóla. Þegar hann átti stund á milli stríða lék hann við börnin sem munu einhvern tímann ganga í þennan tiltekna skóla. 

"Hann myndaði raunveruleg tengsl við börnin. Þau vissu ekki einu sinni hver hann væri sem jók á fegurð þessarar reynslu," segir Adam Braun, stofnandi Pencils of Promise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.