Innlent

Engar næturfréttir á RÚV

Gissur Sigurðsson skrifar
Ríkisútvarpið þarf að skera niður um hálfan milljarð.
Ríkisútvarpið þarf að skera niður um hálfan milljarð. Mynd/GVA
Fjöldauppsagna á Ríkisútvarpinu í gær, þegar 39 starfsmönnum var sagt upp, varð strax vart í dagskrá RÚV í nótt, þar sem engar næturfréttir voru í nótt, en þær hafa um árabil verið á klukkustundar fresti.

Starfsmaður er þó á vakt á fréttastofu til að koma áríðandi tilkynningum inn í dagskránna ef á þarf að halda, til að stofnunin standi undir því öryggishlutverki, sem hún á að gegna.

Frekari áhrif koma að líkindum fram í dag, því dagskrárgerðarmenn stóðu í gær upp frá hálf kláruðum þáttum, sem ekki verða sendir út, að minnstakosti ekki í endanlegri mynd. Klukkan sex í morgun höfðu hátt í 13 hundruð manns boðað komu sína á mótmælafund fyrir utan útvarpshúsið í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×