Fótbolti

Hörður skoraði í vítaspyrnukeppni í sigri Spezia

Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðs Íslendinga spilaði sinn fyrsta leik þegar ítalska B-deildar liðið Spezia fór áfram í bikarnum eftir sigur á efstu deildar liði Genoa en leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni.

Hörður Björgvin kom inn á undir lok venjulegs leiktíma en hann tók einmitt eitt víti í vítaspyrnukeppninni og skoraði hann af miklu öryggi.

Með sigrinum tryggði Spezia sér áfram í fjórðu umferð ítölsku bikarkeppninnar en þar mætir liðið Pescara, sem Birkir Bjarnason leikur með.

 Hörður Björvin kom til liðsins á dögunum en hann var lánaður þaðan frá Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×