Innvols tíu kvenna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. júní 2013 12:00 Fimm af tíu höfundum bókarinnar veittu Nýræktarstyrknum viðtöku. Frá vinstri: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó og Þórunn Þórhallsdóttir. Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp