Enn ósætti um lokun á Laugavegi í sumar María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 14:30 Ekki eru allir sáttir með framkvæmdir og lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg. Boðað hefur verið til opins fundar í Tjarnarbíói á morgun miðvikudag klukkan 17.15. Fréttablaðið/Ernir „Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
„Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira