Hangir á hvolfi til að losna við ritstíflu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. maí 2013 15:00 Nýjustu bókar Dan Brown, Inferno, er beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún þegar komin í efsta sæti á metsölulista Amazon í krafti forsölu. Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira