Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 | Atli Viðar tryggði FH stig Sigmar Sigfússon á Kaplakrikavelli skrifar 16. september 2013 16:30 Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk og tryggði FH 3-3 jafntefli á móti Val í Kaplakrika í kvöld. FH var 1-3 undir þegar Heimir Guðjónsson sendi Atli Viðar inn á völlinn og hann bjargaði stigi um leið og hann bætti við markamet félagsins. FH-ingar komust í 1-0 í upphafi leiks en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleiknum. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Atli Viðar kemur inn á sem varamaður og tryggir FH stig en hann skoraði sigurmarkið á móti Fylki í síðustu umferð. Davíð Þór Viðarsson fékk rautt spjald eftir að flautað hafði verið til leiksloka fyrir mótmæli við dómara leiksins. FH-ingar byrjuðu af miklum krafti í fyrri hálfleik og voru mjög ógnandi. Þeir voru ekki lengi að skora fyrsta markið í leiknum en það kom á 8. mínútu. Þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir frábæra sendingu inn í teig frá Birni Daníel Sverrissyni. Heimamenn komnir í forystu í upphafi leiks og útlitið gott. En eftir markið virtust FH-ingar eitthvað missa taktinn og Valsmenn komu eins og stormsveipur inn í leikinn. Haukur Páll Sigurðarsson, fyrirliði Vals, jafnaði metin á 13. mínútu. Hann fékk boltann langt fyrir utan teig, kom á ferðinni og hamraði knöttinn. Boltinn hafði viðkomu í leikmann FH og hátt upp í loft og yfir Daða í markinu. Valsmenn héldu áfram að pressa á heimamenn og komust yfir á 17.mínútu. Þá var Indriði Áki felldur inn í teignum og vítaspyrna dæmd. Magnús Már Lúðvíksson fór á punktinn og skoraði örugglega. Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, fór meiddur af velli á 25. mínútu. Hann virtist hafa meitt sig aftan í læri. Valsmenn voru ekki lengi að brjóta upp vörn FH eftir að Guðmann fór af velli og skoruðu þriðja markið á 27. mínútu. Patrick Pedersen fékk boltann óvænt beint fyrir framan mark heimamann eftir að Pétur Viðarsson reyndi að skalla frá markinu. Hann lét ekki bjóða sér þetta færi tvisvar og afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Staðan var 1-3 fyrir gestina í hálfleik. Seinni hálfleikur var frekar bragðdaufur og spilamennska beggja liða ekki upp á marga fiska. Það bætti töluvert í vindinn og sendingar rötuðu illa á samherja. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti Atla Viðar Björnsson inn á 66. mínútu og hann var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar hann skorar. Á 69. mínútu skorar hann með skalla eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Staðan orðin 2-3 og leikurinn að opnast. Það gerðist lítið sem ekkert í leiknum fyrr en á lokamínútunni. Þá kom hár og langur bolti inn á teig Valsmanna sem virtist vera of langur. Freyr Bjarnason, varnarmaður FH, nær þá til knattarins og skallar hann áfram inn í teig. Þar var Atli Viðar réttur maður á réttum stað aftur og jafnar leikinn á síðustu sekúndum leiksins. Staðan orðin 3-3 og Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins flautar lokaflautið. Eftir lokaflautið átti sér stað einhver mótmæli frá FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni. Hann virtist vera ósáttur með uppbótatímann og uppskar rautt spjald fyrir vikið. Afar klaufalegt hjá jafn reynslumiklum manni eins og Davíð. Magnús: Við fórum að bakka ósjálfráttMagnús Gylfason, þjálfari Vals, var ósáttur að fá aðeins eitt stig úr þessum leik. „Ég er mjög ósáttur við eitt stig úr þessum leik þar sem þeir skora á okkur þegar nokkrar sekúndur eru eftir af leiknum,“ sagði Magnús og bætti við: „Við virtumst vera með tök á leiknum en auðvitað fórum við að bakka ósjálfrátt og töpum þessu niður. Svona heilt yfir þá vantaði smá heppni þarna í lokin en svona er þetta bara og jafntefli er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það,“ „Mér fannst spilamennskan hjá okkur góð framan af. Við komum strax tilbaka eftir að hafa fengið mark á okkur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Við vorum 1-3 yfir eftir hálftíma leik og þar var ég mjög sáttur með mína menn. Við héldum áfram að spila og gáfumst aldrei upp. Við vorum auðvitað að spila á erfiðasta útivelli í deildinni,“ sagði Magnús. Magnús var mjög ósáttur við dómgæsluna þegar FH-ingar fengu hornspyrnuna í öðru marki þeirra. „Ég vill meina að þetta hafi verið mistök hjá dómaranum að dæma hornspyrnu í öðru markinu hjá þeim. Bjarni sparkaði ekki í boltann og aftur fyrir líkt og dómarinn dæmdi og því var þetta markspyrna. En við hefðu átt að dekka betur í teignum,“ „En vissulega er ég ósáttur með eitt stig í þessum leik,“ sagði Magnús að lokum. Heimir: Það átti sér stað einhver farsi úti á vellinum„Ég var mjög ósáttur við þennan uppbótartíma sem var bætt við. Ég vildi fá lengri tíma þar sem þessi loka skipting hjá Valsmönnum tók hátt í mínútu,“ sagði Heimir Guðjónsson þegar hann var spurður út í rauðaspjaldið sem Davíð Þór fékk eftir lokaflautið. En Heimir hljóp sjálfur inn á völlinn sem og aðrir starfmenn FH-inga sem voru allt annað en sáttir við spjaldið,“ „En við erum sáttir með stig út úr leiknum. Við byrjuðum vel og spiluðum vel fyrstu tíu mínútunar og náðum inn góðu marki. Eftir það átti sér stað einhver farsi úti á vellinum og við fengum hvert markið á okkur eftir öðru,“ sagði Heimir. „Vorum ekki vinna þá grunnvinnu sem þarf að vera til staðar í fótbolta. Hættum að elta boltann og hættum öllu þríhyrningaspili og vorum heilt yfir bara slakir í leiknum,“ sagði Heimir, mjög ósáttur við spilamennsku sinna manna, að lokum. Atli Viðar: Maður getur brosað örlítið í gegnum tárinAtli viðar var maður leiksins þar sem hann kom inn af bekknum og jafnaði leikinn fyrir FH með tveimur skallamörkum. „Þetta var lélegt hjá okkur og við megum prísa okkur sæla að fá eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Atli. „Maður getur brosað örlítið í gegnum tárin yfir mörkunum tveimur en á endanum er þetta eingöngu eitt stig sem við rétt náðum í. Svo ég er ekkert himinlifandi,“ sagði Atli þegar hann var spurður út í eigin frammistöðu í leiknum. „Ég er alltaf ósáttur við það að sitja á bekknum. Ég vil alltaf spila, það er ekkert leyndarmál. En maður heldur haus og bíður rólegur eftir tækifærinu,“ sagði Atli Viðar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk og tryggði FH 3-3 jafntefli á móti Val í Kaplakrika í kvöld. FH var 1-3 undir þegar Heimir Guðjónsson sendi Atli Viðar inn á völlinn og hann bjargaði stigi um leið og hann bætti við markamet félagsins. FH-ingar komust í 1-0 í upphafi leiks en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleiknum. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Atli Viðar kemur inn á sem varamaður og tryggir FH stig en hann skoraði sigurmarkið á móti Fylki í síðustu umferð. Davíð Þór Viðarsson fékk rautt spjald eftir að flautað hafði verið til leiksloka fyrir mótmæli við dómara leiksins. FH-ingar byrjuðu af miklum krafti í fyrri hálfleik og voru mjög ógnandi. Þeir voru ekki lengi að skora fyrsta markið í leiknum en það kom á 8. mínútu. Þar var að verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir frábæra sendingu inn í teig frá Birni Daníel Sverrissyni. Heimamenn komnir í forystu í upphafi leiks og útlitið gott. En eftir markið virtust FH-ingar eitthvað missa taktinn og Valsmenn komu eins og stormsveipur inn í leikinn. Haukur Páll Sigurðarsson, fyrirliði Vals, jafnaði metin á 13. mínútu. Hann fékk boltann langt fyrir utan teig, kom á ferðinni og hamraði knöttinn. Boltinn hafði viðkomu í leikmann FH og hátt upp í loft og yfir Daða í markinu. Valsmenn héldu áfram að pressa á heimamenn og komust yfir á 17.mínútu. Þá var Indriði Áki felldur inn í teignum og vítaspyrna dæmd. Magnús Már Lúðvíksson fór á punktinn og skoraði örugglega. Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, fór meiddur af velli á 25. mínútu. Hann virtist hafa meitt sig aftan í læri. Valsmenn voru ekki lengi að brjóta upp vörn FH eftir að Guðmann fór af velli og skoruðu þriðja markið á 27. mínútu. Patrick Pedersen fékk boltann óvænt beint fyrir framan mark heimamann eftir að Pétur Viðarsson reyndi að skalla frá markinu. Hann lét ekki bjóða sér þetta færi tvisvar og afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Staðan var 1-3 fyrir gestina í hálfleik. Seinni hálfleikur var frekar bragðdaufur og spilamennska beggja liða ekki upp á marga fiska. Það bætti töluvert í vindinn og sendingar rötuðu illa á samherja. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, setti Atla Viðar Björnsson inn á 66. mínútu og hann var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar hann skorar. Á 69. mínútu skorar hann með skalla eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Staðan orðin 2-3 og leikurinn að opnast. Það gerðist lítið sem ekkert í leiknum fyrr en á lokamínútunni. Þá kom hár og langur bolti inn á teig Valsmanna sem virtist vera of langur. Freyr Bjarnason, varnarmaður FH, nær þá til knattarins og skallar hann áfram inn í teig. Þar var Atli Viðar réttur maður á réttum stað aftur og jafnar leikinn á síðustu sekúndum leiksins. Staðan orðin 3-3 og Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins flautar lokaflautið. Eftir lokaflautið átti sér stað einhver mótmæli frá FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni. Hann virtist vera ósáttur með uppbótatímann og uppskar rautt spjald fyrir vikið. Afar klaufalegt hjá jafn reynslumiklum manni eins og Davíð. Magnús: Við fórum að bakka ósjálfráttMagnús Gylfason, þjálfari Vals, var ósáttur að fá aðeins eitt stig úr þessum leik. „Ég er mjög ósáttur við eitt stig úr þessum leik þar sem þeir skora á okkur þegar nokkrar sekúndur eru eftir af leiknum,“ sagði Magnús og bætti við: „Við virtumst vera með tök á leiknum en auðvitað fórum við að bakka ósjálfrátt og töpum þessu niður. Svona heilt yfir þá vantaði smá heppni þarna í lokin en svona er þetta bara og jafntefli er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það,“ „Mér fannst spilamennskan hjá okkur góð framan af. Við komum strax tilbaka eftir að hafa fengið mark á okkur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Við vorum 1-3 yfir eftir hálftíma leik og þar var ég mjög sáttur með mína menn. Við héldum áfram að spila og gáfumst aldrei upp. Við vorum auðvitað að spila á erfiðasta útivelli í deildinni,“ sagði Magnús. Magnús var mjög ósáttur við dómgæsluna þegar FH-ingar fengu hornspyrnuna í öðru marki þeirra. „Ég vill meina að þetta hafi verið mistök hjá dómaranum að dæma hornspyrnu í öðru markinu hjá þeim. Bjarni sparkaði ekki í boltann og aftur fyrir líkt og dómarinn dæmdi og því var þetta markspyrna. En við hefðu átt að dekka betur í teignum,“ „En vissulega er ég ósáttur með eitt stig í þessum leik,“ sagði Magnús að lokum. Heimir: Það átti sér stað einhver farsi úti á vellinum„Ég var mjög ósáttur við þennan uppbótartíma sem var bætt við. Ég vildi fá lengri tíma þar sem þessi loka skipting hjá Valsmönnum tók hátt í mínútu,“ sagði Heimir Guðjónsson þegar hann var spurður út í rauðaspjaldið sem Davíð Þór fékk eftir lokaflautið. En Heimir hljóp sjálfur inn á völlinn sem og aðrir starfmenn FH-inga sem voru allt annað en sáttir við spjaldið,“ „En við erum sáttir með stig út úr leiknum. Við byrjuðum vel og spiluðum vel fyrstu tíu mínútunar og náðum inn góðu marki. Eftir það átti sér stað einhver farsi úti á vellinum og við fengum hvert markið á okkur eftir öðru,“ sagði Heimir. „Vorum ekki vinna þá grunnvinnu sem þarf að vera til staðar í fótbolta. Hættum að elta boltann og hættum öllu þríhyrningaspili og vorum heilt yfir bara slakir í leiknum,“ sagði Heimir, mjög ósáttur við spilamennsku sinna manna, að lokum. Atli Viðar: Maður getur brosað örlítið í gegnum tárinAtli viðar var maður leiksins þar sem hann kom inn af bekknum og jafnaði leikinn fyrir FH með tveimur skallamörkum. „Þetta var lélegt hjá okkur og við megum prísa okkur sæla að fá eitt stig hérna í kvöld,“ sagði Atli. „Maður getur brosað örlítið í gegnum tárin yfir mörkunum tveimur en á endanum er þetta eingöngu eitt stig sem við rétt náðum í. Svo ég er ekkert himinlifandi,“ sagði Atli þegar hann var spurður út í eigin frammistöðu í leiknum. „Ég er alltaf ósáttur við það að sitja á bekknum. Ég vil alltaf spila, það er ekkert leyndarmál. En maður heldur haus og bíður rólegur eftir tækifærinu,“ sagði Atli Viðar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira