Hvetja fólk til að djamma með bandinu Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 15:00 Reynir Sigurðsson og fleiri minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara, á Café Rosenberg annað kvöld.fréttablaðið/arnþór Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira