Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 12:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira