Menning

Flytja tvö ný jólalög

Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun og á sunnudaginn.
Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun og á sunnudaginn.
Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju á morgun og á sunnudaginn.

Á efnisskránni verða þekkt og sígild jólalög í bland við nýrri tónlist frá ýmsum löndum.

Gestir Söngfjelagsins eru að þessu sinni kórinn Vox Populi og kvartettinn Mr. Norrington, Björg Þórhallsdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt og Ragnheiður Gröndal, ásamt kammersveit skipaðri einvala hljóðfæraleikurum. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.

Frumflutt verður nýtt jólalag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld, sem samið var fyrir Söngfjelagið af þessu tilefni, og Ragnheiður Gröndal frumflytur einnig nýtt jólalag.

Þetta er í þriðja sinn sem Söngfjelagið heldur tónleika á aðventunni. Er það í anda hefðar sem Hilmar Örn skapaði í Skálholti en hann stóð árum saman fyrir aðventutónleikum sem nutu mikilla vinsælda þar um slóðir og urðu ómissandi þáttur í tónlistarlífinu á aðventu. Söngfjelagið heldur nú þessu starfi áfram á höfuðborgarsvæðinu.

Tónleikarnir laugardaginn 14. desember hefjast klukkan 17 en á sunnudaginn 15. desember hefjst þeir klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×