Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum 3. janúar 2013 10:46 Þessi unga kona mótmæli í höfuðborginni í morgun, líkt og tugir þúsunda hafa gert síðustu vikur. Mynd/AFP Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira