Viðskipti innlent

Nýja Solla stirða frumsýnd - Framleiðslu á þriðju þáttaröð að ljúka

Verið er að ljúka við framleiðslu á þriðju seríu Latabæjar. Að sögn Einars Karls Birgissonar, svæðisstjóra Latabæjar á Íslandi, er eftirvinnsla í fullum gangi og fyrstu þættirnir hafa nú þegar verið sendir í talsetningu erlendis en samtals eru þættirnir talsettir á 30 tungumálum. Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni hefur nú verið gert opinbert og er hægt að sjá það hér fyrir ofan og á YouTube . Í því má í fyrsta skipti sjá hina 10 ára Chloe Lang í hlutverki Sollu Stirðu. Myndbandið var sett á YouTube fyrir rúmum mánuði og af viðbrögðunum að dæma er ljóst að þátturinn á sér gríðarstóran aðdáendahóp. Búist er við að síðustu þættirnir í þriðju seríu verði kláraðir í lok janúar og verða sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim næsta vor. Hér á Íslandi verður þátturinn sýndur á Stöð 2.

Einar Karl segir það sé skammt stórra högga á milli því nú þegar er hafinn undirbúningur á seríu 4 sem byrja á að taka upp í studiói Latabæjar í Garðabænum í mars næstkomandi.

Leikkonan Choe Lang er frumsýnd í hlutverki Sollu stirðu í nýja sýnishorninu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×