Tárfellt yfir þeysireið biskupssonar Illugi Jökulsson skrifar 31. ágúst 2013 15:30 Allshugar feginn biskup fagnar syni sínum úr flengreiðinni. Mynd/Halldór Pétursson Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ég var ellefu eða tólf ára og var sumarlangt í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum. Þetta var á vindasömum en heiðskírum degi, ég hafði verið úti við, eitthvað að sýsla, kannski að fleyta stórskipum í líki smáspýtna niður Ávíkurána, kannski að brölta niðrí Bæjarvík að ná netakúlum í land, kannski úti í hlöðu að grafa leynigöng í heyið. Nema hvað nú var ég kominn inn og fór að róta í snjáðri brúnni ferðatösku uppi á efri hæðinni. Hún var full af pappírum allskonar, ég sá fljótt að þetta voru fyrst og fremst gamlar skólabækur Stóru-Ávíkurkrakkanna sem öll voru orðin stálpuð eða fullorðin fyrir löngu.Nú var ég þeirrar náttúru, sem jafnvel í þá daga þótti ekki alveg nógu gott til afspurnar í barnahópi, að þykja gaman að skólabókum, og því undi ég mér bráðvel þarna á loftinu við að skoða þær hátt og lágt meðan úti hvein í sólríkum vindinum. Þarna var dýrafræðibókin ógleymanlega með hreindýramyndinni framan á, þarna voru lestrarbækur með sumum sögum skemmtilegum og öðrum hjákátlegum, og þarna var landafræði með sleggjudómum um lönd og lýði sem ekki þættu boðlegir nútildags. Og þarna var Íslandssaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Fyrr en varði var ég búinn að stinga öllum hinum bókunum aftur niður í gömlu lúnu ferðatöskuna og farinn að lesa hana spjaldanna á milli. Bók Jónasar kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1915-16 og bar undirtitilinn Íslandssaga handa börnum. Hún var sem sagt mjög farin að nálgast sextugt þegar ég rakst á hana þarna uppi á lofti í Stóru-Ávík en ég hef þá líklega verið heldur forneskjulegt barn; að minnsta kosti sökkti ég mér á kaf í hana og fannst frásögnin öll svona aldeilis bráðskemmtileg. Ekki skemmdu teikningar Halldórs Péturssonar fyrir en þær prýddu þá útgáfu sem ég hafði komist þarna í. Margar myndanna hafa ekki liðið úr minni mér síðan. Nú er það mála sannast að þótt Íslandssaga Jónasar muni hafa verið kennd í skólum á sínum tíma var fyrir alllöngu komið á daginn að sem kennslubók dugði hún ekki. Hún var tekin saman upp úr Íslendingasögum og öðrum ritum, jafnvel þjóðsögum og munnmælum, og þurrleg sagnfræðileg gagnrýni mátti ævinlega lúta í lægra haldi fyrir löngun Jónasar til að segja góða sögu. En það var einmitt mjög við mitt hæfi á þeim árum, og sosum löngum síðar. Þarna voru raktir bardagar og átök og stórviðburðir og aðdáun höfundar á hetjum og skörungum fór ekki milli mála. Eftir að hafa komist í Íslandssögu Jónasar þennan eftirminnilega dagspart í Stóru-Ávík fannst mér sú sögukennsla sem mér var sjálfum boðið upp á í skóla næstu misseri og ár verða býsna daufleg. Ég beið til dæmis lengi eftir því að fá að læra nánar um þann atburð sem mér fannst á þessum barnsaldri vera einn sá fegursti af þeim er Jónas sagði frá – þegar Árni Oddsson síðar lögmaður reið yfir allt landið á fjórum dögum til að hjálpa föður sínum í deilum hans við hinn illa danska hirðstjóra Herlúf Daa. Og svei mér ef það læddust ekki tár fram í augnkrókana, svo hrífandi var sagan. Hér verður að hafa það í huga að ég var í senn afar væmið barn og með næma tilfinningu fyrir hinu dramatíska. Ég grét þegar mér var sögð sagan um nafna minn Ásmundsson og vörn hans í Drangey, og þó mest þegar Illugi vildi heldur vera höggvinn en lifa við þá smán að hefna ekki bróður síns. Ég táraðist líka þegar ég heyrði fyrst af vörn Leónídasar í Laugaskörðum, og fékk að minnsta kosti kökk í hálsinn í hvert sinn sem talinu vék að Davy Crockett. Sagan um Árna Oddsson var af því tagi, þótt enginn væri drepinn að lokum – erfið þrekraun, mikil spenna og ósigurinn blasir við. Svona var hún í fáum orðum: Oddur hét maður Einarsson, biskup í Skálholti, hann átti í hörðum deilum við danska hirðstjórann Herlúf Daa sem ekki er farið mjúkum höndum um í íslenskum heimildum, varð af því mikill málarekstur og fór Árni sonur Odds til Kaupmannahafnar að afla föður sínum liðsinnis í konungsgarði, en þegar átti að dæma í málinu á Alþingi var hann ekki kominn til baka með álit æðri dómstóla, því hinir helvísku dönsku kaupmenn höfðu tekið sig saman um að hjálpa hirðstóra og fá ekki hinum frjálsborna biskupssyni far til landsins á skipum sínum, en um síðir komst Árni þó á skip, lenti á Austurlandi og lá nú mikið á, hann fékk að lokum afbragðsgóðan hest svo hann gat riðið dagfari og náttfari, en á þingi gerðist Oddur biskup raunamæddur þegar ekkert bólaði á syni hans, en hirðstjórinn Herlúf Daa varð kampakátur, en sá fagnaði of snemma því á síðustu stundu kom Árni brunandi á Þingvöll eftir fjögurra sólarhringa sleitulausa reið, og aldrei skyldi maður bóka sigur gegn Íslendingi!Þorsteinn Már Baldvinsson og Jónas frá Hriflu.Myndin efst í þessari grein er einmitt túlkun Halldórs Péturssonar af því þegar allshugar feginn biskup fagnar syni sínum úr flengreiðinni. Það varð úr að á þingi fengu Oddur biskup og Árni sigur í málarekstri sínum, en Herlúf Daa féll í ónáð kóngs, missti embætti sitt og dó snauður. Þetta fannst mér makleg málagjöld fyrir Herlúf Daa, sem bersýnilega hafði verið hið versta fól, enda danskur, en það lærði maður fljótt af Íslandssögu Jónasar frá Hriflu að danskir menn voru varasamir og viðsjálir og vildu okkur Íslendingum sjaldnast nema illt eitt. Og ég beið sem sagt alla mína skólatíð eftir því að fá að læra meira um þennan mikilfenglega atburð úr sögu okkar, sem Jónas skrifaði um eins og hann væri partur af eilífri sjálfstæðisbaráttu okkar gegn Dönum. Eftir að hafa drukkið í mig Íslandssöguna var ég á því eins og Jónas að þannig væri saga okkar öll – eilíft stríð við útlendinga. En svo heyrði ég aldrei meira um þennan atburð sem hreyfði svo við þarna á loftinu í Stóru-Ávík, því í Melaskólanum var ekki minnst á þessa hetjureið Árna, heldur vorum við bara látin læra hvað máldagi væri, eins og það skipti nú einhverju máli, og í Hagaskóla tók Haukur Sigurðsson sögukennari á móti okkur og vildi vita hvað vinnumenn hefðu haft með sér í nesti þegar þeir fóru suður í verið. Og ég efast um að nú á dögum heyri nokkur skólakrakki minnst á Árna Oddsson yfirleitt. Það var ekki fyrr en löngu löngu síðar að ég skildi þetta. Víst voru margar kynslóðir Íslendinga gegnsýrðir af söguskoðun og sögulegri vitund Jónasar frá Hriflu og samtímamanna hans, sem gekk út á að við hefðum alltaf verið samtaka þjóð sem stundi af frelsisþrá undan vondum Dönum. En sagan um Árna og þeysireið hans sem táknmynd um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var þó of stór biti og því hvarf sú saga úr skólabókum. Sannleikurinn var auðvitað sá að Oddur Einarsson var stórbokki sem átti í deilum við Herlúf Daa eingöngu í eiginhagsmunaskyni, deilurnar snerust um peninga og völd, og sú hugmynd að litlir skólakrakkar ættu að fagna með biskupi þegar hann vann sigur í málarekstri gegn hirðstjóra er svona svipað og ef við ættum nú að líta á það sem fagnaðarefni fyrir alla hina íslensku þjóð, ef Þorsteinn Már Baldvinsson skyldi nú fara með sigur af hólmi í málaþrefi sínu við Seðlabankann. Án þess, vel að merkja, að það hvarfli að mér að hafa einhverja skoðun á þeim málum. Jónas frá Hriflu hefur óvænt skotist fram í sviðsljósið eftir að ný ríkisstjórn virðist á því herrans ári 2013 ætla að taka að einhverju mið af skoðunum hans og viðhorfum. Og furðu margir hér á landi virðast enduróma þá skoðun að þjóðin hljóti alltaf að sameinast í eldmóði gegn öllu sem frá útlöndum kemur, sé það ekki eintómt lof og prís. En sannleikurinn er sá að íslenskri hefur alltaf stafað meiri hætta af íslenskri kúgun og íslensku arðráni en útlensku. Og landsetum sínum var Oddur biskup án nokkurs vafa erfiðari í skauti en Herlúf veslingurinn Daa. Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ég var ellefu eða tólf ára og var sumarlangt í Stóru-Ávík í Árneshreppi á Ströndum. Þetta var á vindasömum en heiðskírum degi, ég hafði verið úti við, eitthvað að sýsla, kannski að fleyta stórskipum í líki smáspýtna niður Ávíkurána, kannski að brölta niðrí Bæjarvík að ná netakúlum í land, kannski úti í hlöðu að grafa leynigöng í heyið. Nema hvað nú var ég kominn inn og fór að róta í snjáðri brúnni ferðatösku uppi á efri hæðinni. Hún var full af pappírum allskonar, ég sá fljótt að þetta voru fyrst og fremst gamlar skólabækur Stóru-Ávíkurkrakkanna sem öll voru orðin stálpuð eða fullorðin fyrir löngu.Nú var ég þeirrar náttúru, sem jafnvel í þá daga þótti ekki alveg nógu gott til afspurnar í barnahópi, að þykja gaman að skólabókum, og því undi ég mér bráðvel þarna á loftinu við að skoða þær hátt og lágt meðan úti hvein í sólríkum vindinum. Þarna var dýrafræðibókin ógleymanlega með hreindýramyndinni framan á, þarna voru lestrarbækur með sumum sögum skemmtilegum og öðrum hjákátlegum, og þarna var landafræði með sleggjudómum um lönd og lýði sem ekki þættu boðlegir nútildags. Og þarna var Íslandssaga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Fyrr en varði var ég búinn að stinga öllum hinum bókunum aftur niður í gömlu lúnu ferðatöskuna og farinn að lesa hana spjaldanna á milli. Bók Jónasar kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1915-16 og bar undirtitilinn Íslandssaga handa börnum. Hún var sem sagt mjög farin að nálgast sextugt þegar ég rakst á hana þarna uppi á lofti í Stóru-Ávík en ég hef þá líklega verið heldur forneskjulegt barn; að minnsta kosti sökkti ég mér á kaf í hana og fannst frásögnin öll svona aldeilis bráðskemmtileg. Ekki skemmdu teikningar Halldórs Péturssonar fyrir en þær prýddu þá útgáfu sem ég hafði komist þarna í. Margar myndanna hafa ekki liðið úr minni mér síðan. Nú er það mála sannast að þótt Íslandssaga Jónasar muni hafa verið kennd í skólum á sínum tíma var fyrir alllöngu komið á daginn að sem kennslubók dugði hún ekki. Hún var tekin saman upp úr Íslendingasögum og öðrum ritum, jafnvel þjóðsögum og munnmælum, og þurrleg sagnfræðileg gagnrýni mátti ævinlega lúta í lægra haldi fyrir löngun Jónasar til að segja góða sögu. En það var einmitt mjög við mitt hæfi á þeim árum, og sosum löngum síðar. Þarna voru raktir bardagar og átök og stórviðburðir og aðdáun höfundar á hetjum og skörungum fór ekki milli mála. Eftir að hafa komist í Íslandssögu Jónasar þennan eftirminnilega dagspart í Stóru-Ávík fannst mér sú sögukennsla sem mér var sjálfum boðið upp á í skóla næstu misseri og ár verða býsna daufleg. Ég beið til dæmis lengi eftir því að fá að læra nánar um þann atburð sem mér fannst á þessum barnsaldri vera einn sá fegursti af þeim er Jónas sagði frá – þegar Árni Oddsson síðar lögmaður reið yfir allt landið á fjórum dögum til að hjálpa föður sínum í deilum hans við hinn illa danska hirðstjóra Herlúf Daa. Og svei mér ef það læddust ekki tár fram í augnkrókana, svo hrífandi var sagan. Hér verður að hafa það í huga að ég var í senn afar væmið barn og með næma tilfinningu fyrir hinu dramatíska. Ég grét þegar mér var sögð sagan um nafna minn Ásmundsson og vörn hans í Drangey, og þó mest þegar Illugi vildi heldur vera höggvinn en lifa við þá smán að hefna ekki bróður síns. Ég táraðist líka þegar ég heyrði fyrst af vörn Leónídasar í Laugaskörðum, og fékk að minnsta kosti kökk í hálsinn í hvert sinn sem talinu vék að Davy Crockett. Sagan um Árna Oddsson var af því tagi, þótt enginn væri drepinn að lokum – erfið þrekraun, mikil spenna og ósigurinn blasir við. Svona var hún í fáum orðum: Oddur hét maður Einarsson, biskup í Skálholti, hann átti í hörðum deilum við danska hirðstjórann Herlúf Daa sem ekki er farið mjúkum höndum um í íslenskum heimildum, varð af því mikill málarekstur og fór Árni sonur Odds til Kaupmannahafnar að afla föður sínum liðsinnis í konungsgarði, en þegar átti að dæma í málinu á Alþingi var hann ekki kominn til baka með álit æðri dómstóla, því hinir helvísku dönsku kaupmenn höfðu tekið sig saman um að hjálpa hirðstóra og fá ekki hinum frjálsborna biskupssyni far til landsins á skipum sínum, en um síðir komst Árni þó á skip, lenti á Austurlandi og lá nú mikið á, hann fékk að lokum afbragðsgóðan hest svo hann gat riðið dagfari og náttfari, en á þingi gerðist Oddur biskup raunamæddur þegar ekkert bólaði á syni hans, en hirðstjórinn Herlúf Daa varð kampakátur, en sá fagnaði of snemma því á síðustu stundu kom Árni brunandi á Þingvöll eftir fjögurra sólarhringa sleitulausa reið, og aldrei skyldi maður bóka sigur gegn Íslendingi!Þorsteinn Már Baldvinsson og Jónas frá Hriflu.Myndin efst í þessari grein er einmitt túlkun Halldórs Péturssonar af því þegar allshugar feginn biskup fagnar syni sínum úr flengreiðinni. Það varð úr að á þingi fengu Oddur biskup og Árni sigur í málarekstri sínum, en Herlúf Daa féll í ónáð kóngs, missti embætti sitt og dó snauður. Þetta fannst mér makleg málagjöld fyrir Herlúf Daa, sem bersýnilega hafði verið hið versta fól, enda danskur, en það lærði maður fljótt af Íslandssögu Jónasar frá Hriflu að danskir menn voru varasamir og viðsjálir og vildu okkur Íslendingum sjaldnast nema illt eitt. Og ég beið sem sagt alla mína skólatíð eftir því að fá að læra meira um þennan mikilfenglega atburð úr sögu okkar, sem Jónas skrifaði um eins og hann væri partur af eilífri sjálfstæðisbaráttu okkar gegn Dönum. Eftir að hafa drukkið í mig Íslandssöguna var ég á því eins og Jónas að þannig væri saga okkar öll – eilíft stríð við útlendinga. En svo heyrði ég aldrei meira um þennan atburð sem hreyfði svo við þarna á loftinu í Stóru-Ávík, því í Melaskólanum var ekki minnst á þessa hetjureið Árna, heldur vorum við bara látin læra hvað máldagi væri, eins og það skipti nú einhverju máli, og í Hagaskóla tók Haukur Sigurðsson sögukennari á móti okkur og vildi vita hvað vinnumenn hefðu haft með sér í nesti þegar þeir fóru suður í verið. Og ég efast um að nú á dögum heyri nokkur skólakrakki minnst á Árna Oddsson yfirleitt. Það var ekki fyrr en löngu löngu síðar að ég skildi þetta. Víst voru margar kynslóðir Íslendinga gegnsýrðir af söguskoðun og sögulegri vitund Jónasar frá Hriflu og samtímamanna hans, sem gekk út á að við hefðum alltaf verið samtaka þjóð sem stundi af frelsisþrá undan vondum Dönum. En sagan um Árna og þeysireið hans sem táknmynd um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar var þó of stór biti og því hvarf sú saga úr skólabókum. Sannleikurinn var auðvitað sá að Oddur Einarsson var stórbokki sem átti í deilum við Herlúf Daa eingöngu í eiginhagsmunaskyni, deilurnar snerust um peninga og völd, og sú hugmynd að litlir skólakrakkar ættu að fagna með biskupi þegar hann vann sigur í málarekstri gegn hirðstjóra er svona svipað og ef við ættum nú að líta á það sem fagnaðarefni fyrir alla hina íslensku þjóð, ef Þorsteinn Már Baldvinsson skyldi nú fara með sigur af hólmi í málaþrefi sínu við Seðlabankann. Án þess, vel að merkja, að það hvarfli að mér að hafa einhverja skoðun á þeim málum. Jónas frá Hriflu hefur óvænt skotist fram í sviðsljósið eftir að ný ríkisstjórn virðist á því herrans ári 2013 ætla að taka að einhverju mið af skoðunum hans og viðhorfum. Og furðu margir hér á landi virðast enduróma þá skoðun að þjóðin hljóti alltaf að sameinast í eldmóði gegn öllu sem frá útlöndum kemur, sé það ekki eintómt lof og prís. En sannleikurinn er sá að íslenskri hefur alltaf stafað meiri hætta af íslenskri kúgun og íslensku arðráni en útlensku. Og landsetum sínum var Oddur biskup án nokkurs vafa erfiðari í skauti en Herlúf veslingurinn Daa.
Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira